Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 103
TJióðjarðasalíui
■°3
boðnar 6000 kr., en ráðherrann hafi selt það 29. júní 1910
fyrir 3500 kr. — Eftir 1911 hefur engin skýrsla verið birt
um þjóðjarðasöluna, og er það mikið hirðuleysi.
Jarðarverð þetta á landssjóðsjörðunum er hjer um bil
helmingi lægra en það, sem skrifstofustjóri í fjármálaskrif-
stofunni Indriði Einarsson virðir allar jarðir landsins á að
meðaltali. Petta getur ef til vill komið af því, að liann
hafi við virðingargjörð sína haft til fyrirmyndar og stuðn-
ings virðingar þær á jörðum, sem gerðar eru á íslandi, þá
er menn vilja fá lán út á jarðir í bönkunum. Hann segir
að vísu ekkert um það, en vera má samt, að mismunur-
inn sje sprottinn af þessu. Eins og flestum mun kunnugt
eru nfl. til á íslandi tvenns konar virðingaraðferðir á jörð-
unum. Ö n n u r, sem notuð er, þá er eignir landssjóðsins
eru seldar, en hin, þegar rnenn vilja selja landssjóði ein-
hvern jarðarskika eða vilja fá bankalán út á jörð. Eftir
fyrri aðferðinni eru allar jarðir virtar svo lágt sem auðið
er, en eftir hinni síðari svo hátt sem framast má verða.
það má skýra þessar virðingaraðferðir með dæmum.
fá er þjóðjörðin Eyjar í Strandasýslu var seld, var
hún virt af hreppstjóra á 900 kr., af sýslumanni á 1000
kr., en af sýslunefnd á 1300 kr. Fyrir það verð stakk
nefnd sú á alþingi, sem fjallaði um málið, upp á að selja
hana, en þingmaður einn, sem þekti jörðina, kom því til
vegar, að verðið var sett upp í 1500 kr., sbr. lög um
sölu þjóðjarða 26. oktbr. 1893. Kaupandinn átti síðan
jörðina í þrjú til fjögur ár og gerði engar jarðabætur, áð-
ur en hann fjell frá. En þá var jörðin seld á 6000 kr.
og þóttu það góð kaup, því að hún rentaði sig á 12000
kr. Á jörðunni er æðarvarp, 50—60 pund af æðardún
árlega, sbr. Porv. Thoroddsen, í Andvara 1887, 13. ár,
bls. 154, og Alþingistíðindi 1893 B, dálk 595 og 599,
en hreppstjórinn mun hafa gleymt að virða það með
jörðunni.