Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 104
04
Pjóðjarðasalan
Sumarið 1915 sýndi stjórnarráðið mjer virðingu á
Klausturhólum, kirkjujörð, sem virt hafði verið til sölu.
Virðingin var mjög lág, en þó var það lakara, að eigi
var getið um, að hálft húsið á jörðunni var landsins eign,
og að hið opinbera átti eigi að fá einn eyri fyrir það.
Hús þetta hafði móðir mín bygt á síðustu æfiárum sínum
°g gefið það, svo að jörðin væri eigi svo illa húsuð eins
og hún var, er foreldrar mínir komu þangað. Pað hefur
verið gefið fje til þess að kosta skógarrækt á jörð þess-
ari síðar meir, sbr. Stjórnartíðindi fyrir Island 1894 13, bls.
178—180. Pað ætti því ekki að selja þessa jörð, sbr. lög
um sölu kirkjujarða, 2. gr.
í fyrra var talað um að landsbankinn, þ. e. lands-
sjóður, keypti lóðarblett nokkurn fyrir norðan Austurvöll.
Hann átti að kosta 100000 kr. og var auðsjáanlega virt-
ur eftir annari virðingaraðferð.
í raun og veru er landssjóður góður landsdrottinn.
Ábúðarrjettur alla æfi, eins og leiguliðar landssjóðs hafa,
gegn litlu afgjaldi, er eigi lítilsverður rjettur, heldur stór
og góð hlunnindi. Pað vita og skilja þeir best, sem víða
eru kunnugir, einkum í öðrum löndum.
En landssjóður getur orðið enn betri landsdrottinn
en hann er, betri en nokkur einstakur maður, því að
þjóðfjelagið iifir, en einstaklingarnir falla frá.
Úr því að farið var að breyta til með þjóðjarðirnar,
átti eigi að gera það á þann hátt að selja þær, heldur
með því að breyta ábúðarrjettinum og gera
hann arfgengan til barna og kjörbarna í karllegg og
kvenniegg, t. a. m. í 99 ár, með forgangsrjetti til endur-
nýjunar, ef erfingjar væru þá til og eigi þyrfti að nota
jörðina í þarfir þjóðfjelagsins, sbr. 2. og 3. grein lag-
anna.