Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 112
12
Í’jóðjarðasalan
eyjum, og íslenskir námsmenn auk þess mikilla einkarjett-
inda, og hefur því eigi verið haggað. Kunnugir menn
fullyrða, að kjörgengi hafi verið tekið af Islendingum til
þess að taka hefndir á þremur eða fjórum þeirra, sem
búsettir eru í Kaupmannahöfn og hafa tekið þátt í lands-
málum og unnið að menningu og framför íslands eigi lak-
ar en aðrir landsmenn, en höfðu hins vegar fundið að hinu
pólitiska faraldri á Islandi. Ákvæðin um þetta standa nú
í stjórnarskipunarlögunum sem óhrekjandi vitni um hryggi-
legt þröngsýni, og um það, hve óendanlega mikið van-
traust alþingi ber til þjóðarinnar, einkum kjósenda. Nú
er þó ástandið þannig, að ekkert er hægra fyrir lands-
menn en að bægja þeim íslendingi, sem búsettur er í
Kaupmannahöfn, frá þingmensku, einkum ef hann verð-
skuldar eigi að verða kosinn. En samt vantreysti alþingi
landsmönnum til þess, og svo reistu þáverandi alþingis-
menn sjer minnisvarða þennan um drengskap sinn og víð-
sýni, rjettlæti og göfuglyndi, minnisvarða, sem verður ó-
brotgjarn, því að hann er eign sögunnar. Peir hefðu þó
átt að muna, að Jón Sigurðsson bjó í Kaupmanna-
höfn og náði þar öllum sínum þroska, og vann þar og á
alþingi öll sín mestu og bestu verk. En nú má ekki neinn
íslendingur síðar á tímum verða alþingismaður, þótt hann
yrði líki Jóns Sigurðssonar, ef hann býr í Kaupmannahöfn.
Menn verða þó sjálfir að sjá sóma sinn, og gæta þess,
að enn er til drengskapur og rjettlæti í heiminum.
Bogi Th. Melsteð.