Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 113
Harald Krabbe
JI3
Smágreinar.
ut*
Harald Krabbe, prófessor, dó 25. apríl þ. á., 86 ára
að aldri (fæddur 13. mars 1831). Hann var þjóðkunnur á
íslandi, enda eiga landsmenn honum mikið að þakka.
. Krabbe tók embættispróf í læknisfræði 1855 og doktor-
gráðuna tveim árum sfðar. 1858 var hann skipaður aðstoðar-
maður í líkskurð-
arfræði við hinn
konunglega dýra-
lækna og land-
búnaðarháskóla, er
þá var settur á
stofn. Þar varð
hann síðan kenn-
ari og prófessor
1892, uns hann
sótti um lausn
1902. Auk þess
var hann próf-
dómari í læknis-
fræði við háskól-
ann frá 1871 til
1909, og lengi
kennari í »bygg-
ingu« hesta við
listaskólann og við
reið- og járningar-
skóla herliðsins.
Hann var og í
mörg ár ritstjóri
tímarits handa
dýralæknum (Tidsskrift for Veterinære).
Próf. Krabbe var merkur vísindamaður og víðfrægur fyr-
ir rannnsóknir sínar um innyflaorma. Sumarið 1863 fór hann
til íslands, til þess að rannsaka orsakir sullaveikinnar og skoða
blöðruorma í sauðfje og hundum og köttum. Hann fann
bandorma í 93 hundum af hundraði, þar á meðal í 28 hina
hættulegu sullaveikisorma. Hann ritaði síðan varúðarreglur og
leiðbeiningar fyrir íslendinga til þess að reyna að sporna við
útbreiðslu sullaveikinnar. það, ‘sem hefur verið gert sfðan í
8