Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Side 115
Alf Torp
■5
Höfundurinn hefur ávalt augun á þróun aðalríkjanna í Norð-
urálfunni og straumi tímans. Hann segir því skilið við eldri
skoðanir Norðmanna á sögu þeirra, og sýnir sambandið á
milli fornsögu Noregs og hinnar nýju sögu og hinnar sögu-
legu þróunar, en þó er saga hans
nokkuð einhliða.
Saga þessi nær að eins til
1814, en síðar ritaði Sars sögu
Noregs frá 1814 til 1884, og er
bókaverslun Aschehougs 1908 tók
að gefa út hina miklu Noregs
sögu, Norges Historie, er væri
samboðin þeim kröfum, sem nú
eru gerðar til sagnaritunar, ritaði
Sars 6. bindið af henni. í’að er
í tveim hlutum, og kom síðari
hluti þess, um árin 1884 til 1905,
út 1909, en fyrri hluti þess er
endurbætt útgáfa af sögu hans um
tímabilið 1814—1884. Saga þessi
er aðallega pólitísk saga og um andlega menningu, en af
efnahag manna og ástæðum segir litið.
Sars ritaði fáein minni rit og margar ritgjörðir, bæði um
pólitísk málefni og um bókmentir. Hann var maður stórvitur
og víðsýnn, hreinn og beinn, vandaður og látlaus. Hann var
einn af hinum helstu og áhrifamestu leiðtogum Norðmanna á
19. öld, aldavinur Björnstjerne Björnsons í’að var eins og
þeir bættu hvor annan upp, og annar hefði það, sem hinn
vantaði. B. 'Ih. M.
Alf Torp. f\ 25. sept. 1916 dó prófessor Alf Torp í
Kristjaníu. Hann var fæddur 27. september 1853. Hugur
hans hneigðist mjög snemma að samburðarmálfræði, og varð
hann prófessor í þeim fræðum og í sanskrít 1894. Hann er
einkum kunnur fyrir tvent, rannsóknir sínar á mállýskum í
Litluasíu að fornu, svo sem lýkversku, og ýmislegt, sem þeim
er nátengt; hann ritaði þar um mjög fróðlegar og skarpvitrar
ritgjörðir, — en hitt er orðabækur í samburðarmálfræði. Torp
var einna lángfróðastur allra sinna samtímismanna og kunni
skil allra þeirra mála, er þar koma til greina. Hann samdi
fyrst upprunaorðabók hins dansk-norska ritmáls ásamt próf.
Hj. Falk (1901—06), og er það ágæt bók; hún kom síðar
aukin og bætt á þýsku. Hann samdi og upprunaorðabók
germanskra mála yfir höfuð, og er það partur af Ficks þýsku
8*