Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 118
8
sHáskóli heimilisins«
rannsóknum. 5'ær heita einu nafni »háskóli heimilisins*
(tiHjemmets Univcrsitet«■) og eru gefnar út af bókaverslun H.
Aschehougs í Kristjaníu og Kaupmannahöfn. Hátíðasjóður
háskólans í Kristjanfu styrkir útgáfu bóka þessara, til þess að
hægt sje að selja þær ódýrt. Hvert bindi kostar i kr. 50
aura óinnbundið, en 2 kr. í bandi. Bækur þessar eru með
myndum, er þess þykir við þurfa, og sumar eru með mjög
mörgum myndum. Þær byijuðu að koma út 1915, og nú
cru komin út fjögur bindi.
Fyrsta bindið heitir »Stilfelelse og Stilformer« eftir Einar
Lexow. Það er um húsagerð að fornu og nýju, sögulegt yfir-
lit, einkar-vel ritað og skýrir sjerstaklega frá byggingarsniði á
ýmsum tímum.
Annað bindið er um rafmagn og notkun þess í daglegu
lífi, »Elektriciteten og dens Anvendelse i det daglige Liws., eftir
O. F. Olden yfirkennara. Það þykir mjög fróðleg bók, og
ýmsir rafmagnsfræðingar hafa lokið lofi á hana. Þeir íslend-
ingar, sem eru að hugsa um að nota vatnskraft til Ijóss
og eldiviðar á heimilum sínum, geta haft gagn af að lesa
slíka bók.
Þriðja bindið er eftir þýskan þjóðfræðing (etnolog) K.
Weule, og er um menningu ómentaðra þjóða og heitir »De
kulturloscs Kultur<. I’ar er skýrt frá lifnaðarháttum og hugs-
unarhætti ýmsra viltra þjóða og elstu menningu mannkynsins.
Ungur norskur vísindamaður, dr. O. Solberg, hefur þýtt það.
I þessum þremur bindum eru
til samans yfir 330 myndir, þar
af 154 í bók Oldens.
Fjórða bindið, sem er ný-
útkomið, er um stjórnarfar Eng-
lendinga, sjerstaklega um þing-
ræði þeirra, hvernig það hefur
þroskast og er nú. Það heit-
ir »Engelsk Parlamentarisme,
dens Vcekst og Hcwedlinjerz.
Höfundur þess er hinn nafn-
kunni norski lögfræðingur, pró-
fessor Bredo Morgenstjernc, sem
þessi ár errektor háskólans í Krist-
janíu. Bók þessi er hinn besti
leiðarvísir, sem til er á Norður-
landa málum um stjórnarskipun
Próf. Morgenstjerne, Englendinga. Hún er ljóst og