Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Síða 122
122
Verðlaunasjóður vinnuhjúa
Yerdlaunasjóður viuuuhjúa.
Margir hafa þegar tekið vel undir það, að stofna verð-
launasjóð handa duglegum og dyggum vinnuhjú-
u m í s v e i t, eins og stungið var upp á í Ársriti Fræðafjelags-
ins í fyrra. Vitrir menn sjá, að það er gott og þarft málefni,
og auðvelt að framkvæma það.
Þegar hringt var til messu á aðfangadagskvöld jóla, fekk
eg brjef frá sjera Kjartani Helgasyni í Hruna. Hann kvað
tillöguna hafa glatt sig og bauð að greiða tillag ( verðlauna-
sjóðinn fyrir Hruna. Margir munu verða þessu málefni hlyntir
í Hreppunum og vilja vera með. Hreppamenn eru mestir
framfaramenn á Suðurlandi f’eir, eða Hrunamannahreppur að
minsta kosti, voru fyrsta sveitin á íslandi, er eignaðist akveg
heim að hverjum bæ.
Næstur varð kaupfjelagsstjóri Hallgrímur Kristinsson, er
tjáði sig fúsan til að greiða tillag fyrir Reykhús í Eyjafirði.
Fleiri samvinnufjelagsmenn rnunu þar á eftir fara.
þá komu ungmenni íslands og vildu rjetta vinnuhjúunum
hjálparhönd. Benedikt Gíslason á Egilsstöðum í Vopnafirði,
formaður ungmennafjelagsins Egils, hefur ritað mjer og skýrt
frá, að á fundi fjelagsins 17. desember f. á. hafi fjórir fje-
lagar lofað að greiða hver fyrir eina jörð þar í Vopnafirðin-
um. f'essir ungu rnenn, sem beinst hafa fyrir góðu fyrirtæki
i sinni sveit, eru Benedikt Gíslason sjálfur fyrir jörðina Egils-
staði, 21,4 hndr. að dýrleika, Sigurbur Gunnarsson fyrir Ljóts-
staði, Nikulás Magnússon fyrir hjáleigu Hellisfjörubakka, 3
hndr., Björn V. Metúsalemsson fyrir Svínabakka, 23 hndr.
Ungmennafjelag þetta ætlar að styðja að því, að sem flestir
taki þátt í því að koma sjóð þessum á stofn/ og munu fleiri
ungmennafjelög taka í sama strenginn, hvert í sínu hjeraði.
Enn fremur hefur herra Pórarinn Þorsteinsson í Reykja-
vík, Vesturgötu 32, með brjefi 3. febr. boðið að greiða tillag
fyrir Rauðnefsstaði í Rangárhreppi, í Rangárvallasýslu, og
herra Gubmundur Ólafsson að Lundum í Stafholtstungu með
brjefi 16. febr. að greiða tillag fyrir þá jörð.
Þegar þess er gætt, að Ársritið kom eigi til íslands fyr
en um veturnætur, og að siglingar frá Islandi hafa að mestu
leyti verið stöðvaðar af Englendingum og f’jóðverjum síðan
1. febr., þá má þetta góð byrjun heita. Mjer er kunnugt um,
að menn bæði á Suður- og Austurlandi eru að ræða um al-
menna hluttöku í stofnun sjóðsins, þótt enn hafi ekki verið
tækifæri á að skýra mjer frá, hvað ágengt hefur orðið. Norð-
lendingafjórðungur mun varla verða eftirbátur hinna fjórðung-