Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Qupperneq 123
Á hverju ríður íslandi mestr
23
anna, ef eg þekki hann rjett. Þá er og vonandi, að einhver
góður maður rísi upp við Breiðafjörð eða þar vestra og taki
málefni þetta að sjer. Við Breiðafjörð hafa margir ágætir menn
verið, bæði að fornu og nýju.
í Múlasýslum hefur Sigurbur ritstjóri Baldvinsson flutt erí
indi um þetta mál á bændanámsskeiði á Eiðum, og var þv-
vel tekið. Áleit fundurinn að æskilegt væri, að búnaðarsam-
bönd landsfjórðunganna gengjust fyrir þessu máli, hvert í sín-
um landsfjórðungi, en að Búnaðarfjelag íslands tæki það síð-
an að sjer, líkt og lagt er til i Ársriti Fræðafjelagsins.
Reykjavíkur blöðin hafa enn rætt mál þetta lítið, nema
sum mánaðarblöðin, en þau munu koma á eftir. Ut af grein
eftir ráðanaut Sigur!) alþingismann Sigurðsson í Frey skal þess
getið, að ekki er það ætlun vbr, að Búnaðarfjelagið eigi að
hætta að gefa gömlum hjúum heiðursgjafir, þó verðlaunasjóð-
ur þessi komist á, eins og ljóst er af greininni um hann {
fyrra i Ársriti Fræðafjelagsins. En gjafir Búnaðarfjelagsins eru
að eins afarlítil viðurkenning, en engin veruleg uppörfun, og
því eru þær alt of litið handa vinnuhjúunum; þau þurfa stuðn-
ings við.
Að lokum skal þess getið, að hinn ónefndi upphafsmað-
ur þessa máls hefur með gleði lengt frestinn um eitt ár. Er
því vonandi, að loforð frá nægilega mörgum mönnum um til-
lag til sjóðsins verði komin áður en ár er liðið, svo að hægt
verði að koma honum þá á stofn. AUir þeir, sem tillög vilja
greiða, eru því beðnir að gjöra svo vel að skrifa mjer það
og fyrir hvaða jörð þeir vilja greiða. Skal eg þá að forfalla-
lausu birta nöfn þeirra í næsta árgangi af Ársriti Fræðafje-
iagsins, og mun eg síðan senda formanni Búnaðarfjelagsins
öll loforðin og biðja hann að sjá um, að nefnd manna verði
kosin, til þess að semja lög fyrir sjóðinn, og síðan stjórn kos-
in, til þess að taka sjóðinn að sjer.
Kaupmanuahöfn, Ole Suhrsg. 18, 8. maí 1917.
Bog’i Th. Melsteð.
Á hverju ríður Islaudi mest?
Verðlaunaspurning handa kaupendum Ársritsins.
Ónefndur maður hefur boðist til að greiða dálítil verðlaun
handa kaupendum Ársrits Fræðafjelagsins fyrir þrjár hinar bestu
ritgjörðir um ofangreinda spurningu. Ritgjörðir þessar eiga að
vera stuttorðar og eigi lengri alls en 8 bls. prentaðar í Árs-
ritinu. Þær mega enda vera helmingi styttri, því að mest þykir
undir því komið, að vel og viturlega sje svarað.