Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1917, Page 124
24
Lestur og bækur
Verðlaunin eru þrenn, 30 kr. fyrir besta svarið og er ætl-
ast til að það sje mjög gott. Önnur verðlaun eru 20 kr. og
hin þriðju 10 kr. Auk þess hefur Aschehougs forlag, Hafnar-
deildin, gefið í viðbót við verðlaunin 3 eintök af hinni frægu
ferðabók Friðþjófs Nansens, »Fram over Polarhavet«, skrautrit
í 2 bindum, 1094 bls. með mörgum myndum, bókhlöðuverð
20 kr. eintakið.
Fræðafjelagið áskilur sjer rjett til að láta prenta í Ársrit-
inu þær ritgjörðir, sem verðlaun fá, og greiðir þá ritlaun fyrir
þær. Þau eru ásamt prófarkalestri 30 kr. fyrir örkina.
Til þess að dæma um ritgjörðir þessar verða fengnir
tveir hinir færustu menn, og kjósa þeir 'hinn þriðja með sjer
til þess.
Þeir, sem vilja sæta þessu, eru beðnir að senda ritgjörðir
sínar til forseta Fræðafjelagsins, Boga Th. Melsteðs, og nafn
sitt í lokuðu umslagi með einkunnarorði á. Ritgjörðirnar eiga
að vera komnar til forseta Fræðafjelagsins fyrir 1. apríl 1918.
Lestur og bækur.
Allir þurfa að lesa, til þess að bæta reynslu annara
manna við eigin reynslu sína, og sjá, hvað best hefur reynst,
og geta fært sjer það í nyt. Af góðum fræðibókum hafa
menn hið mesta gagn.
íslendingar þurfa að lesa, til þess að kynna sjer reynslu
sinnar eigifi þjóðar og annara þjóða, hag þeirra, gjörðir og
viðskifti, svo að þeir geti valið það, sem best á við, og var-
ast það, sem ilt hefur í för með sjer; þá munu þeir taka
miklum og góðum framförum.
Á íslandi eru mörg heimili, þar sem engin góð og nyt-
söm bók er til, framyfir þær fáu bækur, sem hvert heimili
verður að hafa, til þess að geta fullnægt nokkurn veginn
því, sem þjóðfjelagið og kirkjan krefur. En þetta þarf að
breytast, ef þjóðin á að vakna og verða því vaxin, að geta
tekið þátt í almennum samtökum til þjóðþrifa, eins og t. a.
m. sam vin nu fj elagss kapu r er.
Samvinnufjelögin ættu að taka að sjer að koma vekj-
andi og fræðandi alþýðlegum bókum inn á þau heimili, þar
sem engar bækur koma annars. Menn ættu að gefaung-
lingum góðar fræðibækur í staðinn fyrir hitt og þetta,
sem þeir hafa ekkert gagn af og oft skaða.
Ársrit Frœiafjelagsins mun eftir megni fræða menn um
önnur lönd og um ýmislegt úr þjóðlífi íslendinga, einnig um
málefni íslensk og erlend, er landsmönnum má að gagni verða.