Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 3
LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. 3 IÐUNN GARÐAR SVERRISSON Mynd af einum mesta listamanni sem íslenska þjóðin hefur eignast; jámsmiðnum frá Akureyri sem fómar öllu fyrir óvissa framtíð í hörðum heimi óperunnar þar sem honum tekst með fágætum viljastyrk að komast í fremstu röð í heiminum. Maðurinn, listamaðurinn og eldhuginn er viðfangsefni þessarar tæpitungulausu frásagnar. Kristján rekur hér af einstakri hreinskilni og hispursleysi æsku sína og uppvöxt, segir frá vonbrigðum sínum og glæstum sigrum á sviði og utan, frá ástríðu og sorgum, ljóma sviðsljósanna og skugga öfundar og umtals. Garðar Sverrisson vakti mikla athygli fyrir metsölubókina „Býr Islendingur hér“ en saga hans um Kristján Jóhannsson er grípandi og feikilega vel skrifuð. VANDAÐAR BÆKUR ♦ í 45 Á R ♦ STEINUNN SIGURÐARDOTTIR %«. Að landlæknisdótturinni glæsilegu, Oldu Ivarsen, standa sterkir stofnar valmenna og kvenskörunga. Hér stíga ættmenni hennar fram á sjónarsviðið, eitt af öðru, séð með augum samferðarmanna sinna. Þetta er mikill ættbogi, „þrútinn af lítillæti, manngæsku og stórhug,“ en byrgir bresti sína og leyndarmál bak við luktar dyr. I þessari margslungnu og áleitnu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur er saga þessa fólks sögð í eftirmælum, greinum og sendibréfum héðan og að handan. Öll er sú saga ofin ísmeygilegri kímni, nöpru háði og einlægri samúð. Og eins og oft gerist í eftirmælum segir það sem ósagt er látið einatt hálfa söguna. Steinunn Sigurðardóttir hefur á undanförnum árum unnið marga sigra með ritverkum sínum, sögum og ljóðum og hlotið fyrir þau mikið lof. Síðasta orðið er viðamikið og frumlegt skáldverk þar sem hún leikur sér listilega að máli og stíl eins og henni einni er lagið. IÐUNN VANDAÐAR BÆKUR I 45 AR U-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.