Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Helgaírskák Er tvær umferöir voru til loka ólympíuskákmótsins í Novi Sad í Júgóslavíu var sveit íslendinga í sjöunda sæti. Þó var engin sérstök ástæöa til bjartsýni því að ljóst var aö mótherjar síðustu umferðanna yröu engir aukvisar. Sú varð og raunin. Fyrst mætti sveitin óá- rennilegu liði Englendinga sem vakti slæmar minningar frá ólymp- íumótinu í Dubai fyrir fjórum árum er þeir „hreinsuðu til“ á öll- um borðum. Og í lokaumferðinni var teflt við sjálfa Sovétmenn sem báru höfuö og herðar yfir aðra. En við létum ekki vaða yfir okk- ur. Niðurstaðán úr glímunni við Englendinga á næstefsta borði og síðan í lokaumferðinni við Sovét- menn við sjálft háboröið var sú að íslenska sveitin hrapaði aöeins um eitt sæti. Útkoman varð áttunda sæti af hundraö og átta keppnis- sveitum sem er næstbesti árangur íslands frá upphafi. Danir í 37. sæti í Dubai urðu íslendingar í 5. sæti og besti árangur þar á undan var í Havana 1966 er sveitin varö í 11. sæti. Síöast, í Þessalóniku 1988, varð lið íslands í 15. sæti. Útkoman í Novi Sad var frábær ef haft er í huga að liöið var lengi að taka við sér og hrökk ekki í gang fyrr en um miðbik mótsins. Fyrirfram var stefnan tekin á eitt af tíu efstu sæt- unum og það tókst nokkuð áfalla- laust. Ólympíulandslið íslands i skák sem stóð sig svo frábærlega í Novi Sad. leikjum með hrók og drottningu. 22. - Rf8 Ef 22. - Dxc3 gengur ekki 23. Hf3? Dxal+ 24. Rfl Bx4! og kóngur svarts sleppur út, en einfaldlega 23. Ha2! viðheldur hótununum, þótt vinningsleiðin verði þá eilítið frá- brugðin. 23. Dh8+ Kf7(?) Enn reiknar stæröfræðidoktor- inn skakkt! meira viðnám veitti 23. - Ke6 24. Dh3 Kd7 en eftir 25. Rxd6+ Kc6 26. Rxe8 Rxe8 27. Bb4! (best) fellur peðið á d3 og hvítur á hrók og þrjú peð gegn tveimur léttum mönnum svarts og slæmri kóngs- stöðu. Hvíta staðan er unnin. 24. Hf3 gxfa 25. Dh5 +! Rg6 26. Dxf5 + Og í þessari stöðu lagði Nunn niður vopn. Eftir 26. - Kg7 27. Df7 + (ekki 27. Hg3? Bg5! 28. Hxg5 Df7 og bjargar taflinu en þetta er hins veg- ar vinningsleiðin, hefði svartur drepið á c3 í 22. leik.) Kh6 28. Hh3 + Rh4 29. Hxh4 Bxh4 30. Dxc7 er drottningin fallin og staðan hrunin. Að síðustu fjörug skák Helga við sovéska stórmeistarann Boris Gelf- and á fyrsta borði í lokaumferð- inni. Helgi komst nálægt þvi að jafna taflið með svörtu en hafði þóx sífellt yfir sér „einhver leiðindi" - sovésku stórmeistararnir eru kunnir að því að gera sér mat úr litlu. Gelfand hrökk bersýnilega í kút er Helgi laumaöi biskup sínum upp í borð til hans. Gelfand varð aö gefa skiptamun en haföi hættuleg- ar máthótanir í frammi. En Helgi Áttunda sætið í Novi Sad: Sovétmenn urðu ótvíræðir ólympíumeistarar, fengu 39 vinn- inga. Silfurverðlaun komu í hlut Bandaríkjamanna sem sigldu fram úr Englendingum á síðustu stundu. Þessar sveitir fengu 35,5 v. en bandaríska sveitin hafði betur á Bucholz-stigum, sem eru fundin með því að leggja saman vinninga- fiölda mótheijanna. Með þeim má finna út hvaöa sveit hefur mætt sterkustu andstæðingunum á mót- inu og þannig er skorið úr um nið- urrööun ef sveitir hljóta jafnmarga vinninga. Sveit Tékka kom á óvart með því aö hreppa fiórða sætið með 34,5 v. A-sveit Júgóslava varð í 5. sæti og olli heimamönnum talsverðum vonbrigðum. Ljubojevic gekk hrap- allega á fyrsta borði og náði ekki 50% vinningshlutfalli. Kínverjar skutust upp í 6. sætiö með því að vinna Júgóslava i lokaumferðinni og Kúbumenn urðu í 7. sæti. Þessar sveitir fengu allar 33 v. íslendingar fengu 32,5 v. og höfðu besta Bucholz-stigatölu þeirra sveitá: Vestur-Þjóðveija, Indverja, Svía, Hollendinga og B-sveitar Júgóslava. Þess má geta að frænd- ur vorir á Norðurlöndum að Svíum frátöldum, voru langt fyrir neðan. Finnar urðu í 24. sæti, Norðmenn í 36. sæti, Danir í 37. sæti og Færey- ingar í 78. sæti. Verðlaunasæti næst? íslensk sveit hefur aldrei náö jafnbetri árangri. Sveitin beið lægri hlut í fiórum viðureignum og öllum með minnsta mun. Jafntefli 2-2 við silfur- og bronsverðlaunahafana sýnir okkur að við eigum í fullu tré viö sterkustu þjóðirnar. „Ég hef átt von á því s.l. tíu ár að íslendingar nái verðlaunasæti,“ sagði David Anderton, liðsstjóri Englendinga. Vonandi þarf hann ekki að bíða í önnur tíu en árangurinn nú sýnir að við eigum að geta sett markið enn hærra. Jóhann Hjartarson náði besta vinningshlutfalli íslendinga þrátt fyrir tap í síðustu umferð gegn Sov- étmanninum Bareev. Jóhann fékk 8,5 v. af 13 á fiórða borði. Helgi Ólafsson stóð fyrir sínu á fyrsta borði gegn erfiöustu mótherjunum, fékk 6,5 v. af 12. Margeir fékk 7 v. af 13 á 2. borði og Jón L. fékk 7,5 v. af 12 á þriðja borði. Héðinn Stein- grímsson og Björgvin Jónsson gegndu erfiöu hlutskipti vara- mannsins. Þeir fengu báðir 1,5 v. úr þremur skákum. Báðir gerðu sér lítið fyrir og unnu sína fyrstu skák á ólympíumóti. Mótið var þeim áreiðanlega góður skóli, þótt þeir hefðu ekki fengið fleiri tæk- ifæri á að spreyta sig en raun bar vitni. Ljóóalestur Áskell Örn Kárason, liðsstjóri ís- lendinga, stóð sig meö miklum ágætum og mikill styrkur var að Gunnari Eyjólfssyni leikara sem var sérstakur aðstoðarmaður sveitarinnar. Hann stjómaöi dag- legum morgungöngum og öndun- aræfingum og átti ekki lítinn þátt í góöu jafnvægi okkar og frammi- stöðu. Síðustu klukkustundina fyr- ir skák stilltu keppendur saman strengi sína og Gunnar stappaði í þá stálinu. Fyrir síöustu umferð- irnar auögaði hann andann og kom öllum í baráttuskap með því að lesa ljóð Einars Benediktssonar. Sú ný- breytni gafst vel og hver veit nema nokkrar ljóðabækur leynist hér eft- ir í ferðatöskum skákmanna. Ekki má heldur gleyma Þráni Guð- mundssyni sem sótti þing FIDE en honum fylgja ætíð góðir straumar. Skákáhugi er óvíða meiri en í Júgóslavíu og Júgóslavar stóðu að ólympíumótinu með miklum sóma. Teflt var í stórri sýningar- og íþróttahöll og margt var um mann- inn á áhorfendapöllunum. Júgósla- varnir létu líka í sér heyra ef þeim líkaði eitthvað og gjarnan var klappað fyrir fallegum leikjum. Næsta ólympíumót er fyrirhugað á Puerto Rico að tveimur árum liðn- Skák Jón L. Árnason um. Þá verður að taka stefnuna á einn af góðmálmunum. „Óvænt katastrófa" Skák mín við enska stórmeistar- ann og stærðfræðidoktorinn John Nunn vakti talsverða athygli ytra, enda ekki á hverjum degi sem sá mikli fræðimaður tapar í 26 leikj- um í sinni eftirlætisbyrjun! Hann hefur nýlokið við að skrifa bók um afbrigðið sem varð uppi á teningn- um en er á hólminn var komið mundi hann ekki hvað hann hefði sett þar á blað. „Óvænt kata- strófa“ segir um skákina í móts- blaðinu. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: John Nunn (England) Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. (L0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 0-0 8. a4 Hindrar Marshall-árásina, sem hefst með 8. c3 d5. 8. - Bb7 9. d3 d6 10. Rc3 Ra5 11. Ba2 b4 12. Re2 c5 13. c3 bxc3 14. bxc3 c4 15. Rg3 Rd7 16. Ba3 He8? í bók Nunn er vitnað í skákina Kupreitsjik - Am. Rodriguez frá skákmótinu í Minsk 1982, þar sem svartur lék 16. - g6. í ljós kemur aö það er nauðsynleg varúðarráö- stöfun. Nú fer snögglega að halla undan fæti. 17. RI5 Dc7 18. Rd2! Svartur fær nú ekki valdað c4- peðið þar eð 18. - Rb6 19. Bb4 er afleitt. Næsti leikur hans er því þvingaður. 18. - cxd3 19. Dh5! g6 Annar þvingaður leikur. 20. Bxf7 +! Kxf7 21. Dxh7+ KfB Kóngur svarts hrekst út á borð. Slæmt var 21. - Ke6 vegna 22. Rg7 + Kf6 23. He3 o.s.frv. og 21. - KÍ8 22. Dg7 er strax mát. E.t.v. hefur Nunn nú aðeins reiknað með 22. Dg7 + Ke6 23. Dxg6+ Kd7 24. Rg7+ Kd7 og kóngurinn sleppur yfir á drottn- ingarvæng. Nú þarf meira púður í sóknina! 22. He3! Liðsaukinn kemur í tæka tíð. Nú er 22. - gxí5 23. Dxf5+ mát í fáum varðist af nákvæmni og svo fór að Gelfand varð að gjöra svo vel aö þráskáka. Hvítt: Boris Gelfand (Sovétríkin) Svart: Helgi Ólafsson Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 0-0 6. e3 Rbd7 7. Dc2 c6 8. h3 He8 9. a3 BI8 10. Bd3 dxc4 11. Bxc4 Rd5 12. Bh2 Rxc3 13. bxc3 b6 14. 0-0 Bb7 15. Bd3 g6 16. a4 c5 17. e4 Dc8 18. Dd2 Ba6 19. a5 Bxd3 20. Dxd3 Bh6 21. axb6 axb6 22. Hxa8 Dxa8 23. d5 exd5 24. exd5 b5 25. d6 Dc6 27. Hel b4 28. Dc4 bxc3 29. He7 Hf8 30. Re5 Rxe5 31. Bxe5 c2 32. Dxc2 Dd5 33. Db2 Bg5 34. Hb7 34. - Bcl! 35. Dxcl Dxb7 36. Dg5 15! 37. h4 Dd5 38. f4 c4 39. h5 De6 40. hxg6 Dxg6 41. Dh4 De6 42. Kf2 Hc8 43. Dg5+ Kf8 44. Dg7+ Ke8 45. Dh8+ Kd7 46. Dxh7+ Kc6 47. Da7 Dd5 48. Da6+ Og jafntefli, því að hvítur verður að þráskáka. Ekki gengur 48. d7? vegna 48. - Hg8! og svartur vinnur. Þess má geta að fram að skákinni við Gelfand hafði Helgi fiórum sinn- um teflt viö Sovétmann á ólympíu- móti og ávallt tapað! Þetta var því mikilvægur hálfur sigur. -JLÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.