Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 1990. Hin hliðin á hemáminu: gleymir maður aldrei - segir Guðlaug Sigurðardóttir sem var unnusta Louis Marshall ofursta á stríðstímum Guðlaug Sigurðardóttir ásamt syni sínum Sveini Áka Lúðvikssyni. Honum Louis í hópi foringja f Trípólí. var sagt að faðir hans væri dáinn - en sonurinn fann föður sinn. DV-mynd BG „Hún var umkringd. Allir vildu eiga hana. Hún gat valið þann sem hún vildi. Hún valdi mig. Þar með var teningnum kastað. Upp komu sex. Hæsti vinningur í stöðunni. Ég var fertugur, hún þremur árum yngri. Hún heitir Guðlaug Sigurðardóttir og ég elska hana enn þrátt fyrir þær- mótdrægu kringumstæður aö hún skuli hggja á Elliheimilinu Grund, skammt frá Grímstaðaholtinu þar ' sem Trípólíkampur stóð fyrir næst- um hálfri öld, og að ég skuli eftir allt saman enn eiga heima í San Antonio í Texas, í raðhúsinu á Prospect-hæð þar sem ég lék mér í bemsku og blas- ir við mér þegar ég lít út um stofu- gluggann." Þannig segir Louis E. Marshall, fyrrum ofursti í bandaríska hernum, meðal annars frá í æviminningum sínum frá hemámsárunum á ís- landi. Bókin var að koma út og nefn- ist Hernámsárin, Hin hliðin. Louis er 87 ára gamall í dag en Guðlaug, sú sem hann hefur elskað í tæp fimmtíu ár í hjarta sínu, er 84 ára. Á hernámsárunum stofnuðu marg- ir bandarískir hermenn til ástarsam- banda við íslenskar konur. Svo segir Louis um það í bókinni: „Um þrjú hundruð ástarsambönd enduðu með hjónabandi þar sem brúðurin var íslensk en brúðguminn bandarískur hermaður. í flestum tilvikum tóku þessar fjölskyldur sér búsetu í Bandaríkjunum en fáeinar munu hafa farið aftur til íslands og sest þar að. Sum sambönd voru losaraleg frá upphafi og runnu svo út í sandinn. Önnur urðu að persónulegum harm- leikjum sem skildu eftir sig mikil sárindi og loks voru þau sem rofnuðu en báru þó ávöxt.“ Þannig var það einmitt með her- manninn Louis E. Marshall. Hann stofnaði til ástarsambands við Guð- laugu þrátt fyrir að hann væri kvæntur maður í Bandaríkjunum og sú ást bar ávöxt. Hugurinn leitar aftur í tímann Helgarblaðið heimsótti Guðlaugu á Elliheimilið Grund. Hún hefurátt við mikil veikindi að stríða sl. tvö ár en þá fékk hún blóðtappa sem olli því að taka varð af henni annan fótinn. í dag situr Guðlaug í hjólastól á elli- heimilinu og hefur ekkert á móti að rifja upp þennan tíma og söguna um ástina sem nú er orðin opinber í bók. Hjá henni situr sonurinn, Sveinn Áki Lúðvíksson, henni til halds og trausts. „Við kynntumst á dansleik í Trí- pólí. Þaö var ást við fyrstu sýn,“ seg- ir Guðlaug. „Þetta var mjög skemmtilegt tímabil. Ég vann í Landsbankanum og við vinkonumar fórum oft á bölhn. Þá var ball á hveiju kvöldi á Borginni og mikið um að vera í bænum," heldur Guö-. laug áfram. Guðlaug var einhleyp, hafði aldrei gifst, en segist einu sinni áður hafa orðið ástfangin. Sá var Breti en fórst í stríðinu. Guðlaug átti stóran vinahóp og á enn í dag. Þótt hún sé komin á háan aldur fær hún heimsóknir um tíu vinkvenna sinna á svipuðum aldri í hverri viku: Sveinn Áki segir að móðir sín hafi alla tíð verið um- kringd vinkonum og börn þeirra og barnaböm haldi slíka tryggð við hana að það sé eins og hún sé amma þeirra allra. Móðirin á móti Á hernámsárunum bjó Guðlaug hjá móður sinni. Móðir hennar, sem var ekkja, var ekkert hrifin af ástar- sambandi dótturinnar og hermanns- ins og Guðlaug segist aldrei hafa boðið honum heim. Hins vegar var hann aufúsugestur á heimilum vina- fólks hennar. „Við vorum afar ást- fangin og ég fór oft með honum á dansleiki sem yfirmenn hersins héldu í Trípólí.“ Þannig lýsir Louis slíkum dans- leikjum: „Kátína og léttleiki einkenndu laugardagskvöldin í Klúbbnum en þrátt fyrir það voru þessar samkom- ur með formlegu yfirbragði. Þar áttu einkennisbúningamir sem við gest- gjafarnir klæddumst við þessi tæk- ifæri eflaust sinn þátt en sjaldhcifnar- flíkur gestanna lífguðu upp á um- hverfið. Dansgólfið var stórt og ávallt stíf- bónað. Þar gátu dansað í einu um fimmtíu pör. í öðrum enda s^larins voru smáborð en í hinum endanum var hljómsveitarpallurinn. Fyrir dansinum lék hljómsveit hersins og í henni voru yfirleitt afbragðs hljóð- færaleikarar sem alhr komu úr röð- um hermanna. Við hljómsveitarpall- inn var barinn þar sem enginn skort- ur var öllum þeim drykkjarfóngum sem hugurinn girntist.“ Skemmtileg böll Guðlaug segir að þessi böll hafi verið mjög skemmtileg og þarna mátti sjá helsta fólk bæjarins saman- komið. „Þetta var frábær tími, skemmtilegt bæjarlíf og alltaf eitt- hvað um að vera. Louis sagði mér strax að hann væri kvæntur mað- ur,“ viðurkennir Guðlaug. Hún segir það þó engu hafa breytt um ást þeirra hvors til annars þó henni hafi vissu- lega þótt það óþægilegt. „Þetta var skemmtilegasta tímabil lífs míns,“ segir hún. Það sést á Guölaugu að hún á erfitt með að tala um þennan tíma og þann mann sem henni var svo kær en hún fékk ekki. Hún seg- ist þó geyma minningarnar í hjarta sér og rifji gamla daga oft upp í hug- anum. Sjálfsagt hefur Louis liðið svipað í nær hálfa öld því hann segir í bókinni: Louis E. Marshall, ofursti í banda- riska hernum á íslandi. „Þetta var ást við fyrstu sýn.“ Louis hefur nú skrifað endurminningar sinar um íslandsdvölina og undanfara hennar í nýrri bók. „Einn bjartastí flötur steinsins sem er lífið í lófa mínum er hún Lauga. Fallega lífsglaða konan sem ég elska enn þann dag í dag. Þessi sterka og bjarta íslenska kona sem ég hitti í hálfrökkrinu í Klúbbnum í Trípólí rétt eftir komuna til íslands." Og nokkru síðar segir Louis: „Við Lauga erum orðin gömul. Flestir vin- ir okkar eru komnir undir þá grænu torfu sem verður sængin okkar allra aö lokum, en minningin um vinátt- una verður ekki frá manni tekin." Loks var stríðið á enda Louis E. Marshall dvaldi sem ofursti í bandaríska hernum á ís- landi í tvö og hálft ár. Ástfanginn maður, umkingdur góðum vinum, sem leiddi ekki hugann að því að sá tími kæmi að stríðið tæki enda og hann hyrfi á braut. Og sá tími kom: „Þeir hermenn voru þvi miður of margir sem höfðu tungur tvær og töluðu sitt með hvorri. Þeir höföu aldrei haft annað í hyggju en grípa gæsina á meðan hún gafst. Þeir not- færðu sér trúgirni þessara stúlkna, lofuðu því sem þeir vissu að þeir yrðu aldrei menn til að standa við, enda voru þeir margir hverjir bundnir heima í Bandaríkjunum. 111- Guðlaug Sigurðardóttir á þeim tíma sem þau Louis voru ástfangin - á hernámsárunum. En hann var kvæntur maður í Ameríku. ar gjörðir manna fara ekki eftir þjóð- eriii fremur en afleiðingamar. Sárin sem þessir menn skildu eftir í sálarkviku stúlknanna voru djúp og beiskjan kom fram með ýmsum hætti í fari þeirra. Það var víðar en í ljóðinu að grátið var í leynum yfir brúðarskónum áður en þeir voru brenndir í eldstónni. Þær konur sem þannig vora yfir- gefnar fengu að reyna að stríðið skildi ekki síður eftir sig sár hjá þeim en hetjunum á vígvellinum sem fengu stóru höggin með blóöi, svita og tárum. Ástir þessa fólks lifa enn í börnunum sem mörg urðu föður- betrungar. Mennirnir sem komu ekki aftur óskuðu þess síöar, sumir hverjir, að þeir hefðu átt afturkvæmt. Slík eftir- sjá á engan rétt á sér lengur og því síður ásakanir sem þjóna ekki öðrum tilgangi úr því sem komið er en að ala á beiskju og sársauka hjá þeim er síst skyldi." Þannig segir Louis frá í bókinni og orðin hljóta að koma frá hjartanu. Þessari aðstöðu lentí hann sjálfur í. Sálarstríð Guðlaug segir það erfitt aö ætla að lýsa sálarástandi sínu þegar maður- inn sem hún elskaði hvarf á braut. „Þetta var sálarstríð," segir hún. En

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.