Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1990, Síða 58
tötíáJÖMtGÍÍ$?15: DESÉÉÍÉer ’lð&Ö.1 66' Afmæli Páll Guðjónsson Páll Guðjónsson, bæjarstjóri Mos- fellsbæjar, Byggðarholti 5, Mosfells- bæ, verður fertugur á morgun. Starfsferill Páll fæddist í Reykjavík, ólst upp í Vestmannaeyjum frá tveggja ára aldri og síðan í Reykjavík frá átta ára aldri. Hann lauk stúdentsprófi frá MH1971 og kandídatsprófi í við- skiptafræði frá HÍ vorið 1975. Samhliða háskólanámi starfaði Páll hjáPósti og síma, hagdeild við úrlausn ýmissa verkefna og stund- aði einnig kennslu við Póst- og síma- skólann. Þá starfaði hann hjá Ham- arsbúð hf. við afgreiðslu varahluta. Að háskólanámi loknu og til hausts 1978 starfaði Páll hjá ferðaskrifstof- unni Smrnu og Air Viking um tíma, stundaði fasteignasölu og kenndi bókhald við Póst- og símaskólann. Hann var bæjarritari Vestmanna- eyjabæjar 1978-82 en var þá ráðinn sveitarstjóri hjá Mosfellshreppi. Hann hefur gegnt því starfi síðan en varð bæjarstjóri er Mosfellssveit varð Mosfellsbær í ágúst 1987. Páll hefur unnið ýmis störf á veg- um Samtaka sveitarfélaga. Hann hefur verið stjórnarmaður í Tölvu- þjónustu sveitarfélaga frá 1982, stjómarmaður í Launanefnd sveit- arfélaga frá 1986 og formaður stjórn- ar frá 1988, stjórnarmaður í Sorp- eyðingu höfuðborgarsvæðisins frá stofnun 1988, hefur tekið þátt í starfi vinnuhóps um samstarf sex sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu um samræmdar almenningssamgöng- ur, starfaði sem fulltrúi Sambands íslenskra sveitafélaga í nefnd um fjárhagsstöðu sveitarfélaga og hefur verið endurskoðandi reikinga Sam- bands íslenskra sveitarfélaga og Innheimtustofnunar sveitarfélaga, auk þess sem hann hefur unnið að norrænu vinabæjasamstarfi. Fjölskylda Páll kvæntist 25.9.1971 Ingibjörgu Flygenring, f. 9.6.1950, félagsráð- gjafa en hún er dóttir Olafs H. Flyg- enring, verslunarmanns í Reykja- vík, og Láru Flygenring. Börn Páls og Ingibjargar em Jó- hanna Sigríður, f. 12.8.1971, nemi í MH, og Ólafur Haukur, f. 19.3.1978, nemi. Alsystkini Páls em Fanný Guð- jónsdóttir og Heijólfur Guðjónsson. Hálfsystkini Páls sammæðra eru Jón Jóhannsson og Sigríður Jó- hannsdóttir. Hálfsystkini Páls samfeöra em Guðjón Ýr Guðjénsson, Erla Björg Guðjónsdóttir og Friðjón Guðjóns- Páll Guðjónsson. Foreldrar Páls eru Guðjón Páls- son, f. 23.8.1929, hljóðfæraleikari, og Rebekka H. Kristjánsdóttir, f. 14.6.1932, húsmóðir. Jón William Magnússon Jón William Magnússon forstjóri, Krossholti 6, Keflavík, verður fimm- tugurámorgun. Starfsferill Jón William fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp. Hann lærði fyrst vélvirkjun hjá Vélsmiðju 01. Olsen árið 1965 og síðan pípulagnir hjá ElíasiNikolaisyni. Jón stofnaði ásamt öðrum Ofna- smiðju Suðurnesjá árið 1972 og hann byggði Hótel Keflavík árið 1986. Fjölskylda Jón William kvæntist 7.10.1961 Unni Ingunni Steinþórsdóttur, f. 13.2.1942, húsmóður en hún er dótt- ir Steinþórs Sighvatssonar og Sig- ríðar Stefánsdóttur í Keflavík. Börn Jóns Williams og Unnar Ing- unnar eru Magnús Jónsson, f. 2.2. 1962, sjómaður í Keflavík, kvæntur Ellu Björk Björnsdóttur húsmóður; Steinþór Jónsson, f. 22.10.1963, hót- elstjóri í Keflavík, kvæntur Hildi Sigurðardóttur húsmóður og eiga þau tvö börn, Lilju Karen, f. 29.9. 1987 ogKatrínu Helgu, f. 2L9.1989; Guðlaug Helga Jónsdóttir, f. 31.10. 1966, kennari í Keflavík, gift Jann Ólafi Guðmundssyni tölvutækni- fræðingi og eiga þau tvö börn, Samúel Albert, f. 24.11.1987, og Jak- ob Elvar, f. 25.8.1989; Davíð Jóns- son, f. 16.8.1976, í foreldrahúsum. Systkini Jóns Williams: Jóhann Magnússon, f. 29.9.1922, búsettur að Hombrekku í Ólafsfirði; Rós- björgKristínMagnúsdóttir, f. 10.9. 1925, húsmóðir á Siglufirði, gift Jón- asi Stefánssyni og eiga þau fjögur börn; Sigríður Magnúsdóttir, f. 31.5. 1924, d. 15.3.1951, en hún eignaðist eitt barn, og Jakobína Anna Magn- úsdóttir, f. 16.10.1927, húsmóðir í Njarðvíkum, gift Karli Olsen og eiga þau níu börn. Fóstursystir Jóns Wilhams er Valgerður Óla Þor- bergsdóttir, f. 18.4.1936, gift Ingva Ingvasyni og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Jóns Williams voru Jón William Magnússon. Magnús Jónsson, f. 18.4.1893, d. 4.6. 1973, sjómaður, og Guðlaug Helga Jóhannesdóttir, f. 22.8.1894, d. 29.7. 1970, húsmóðir. Jón William tekur á móti gestum að Víkurbraut 2, Keflavík, „Litlu milljón", efri hæð, milli klukkan 17 og 19 sunnudaginn 16.12. Marín Sjöfn Geirsdóttir kennari, Hjaltabakka 30, Reykjavík, verður fimmtugámorgun. , Starfsferill Marín fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi og stundaði síðan kennslu. Marin var við enskunám í Bretlandi 1958 og stund- aði frönskunám i Frakklandi 1969. Hún starfaði við ferðaskrifstofuna Útsýn árið 1968 og sama ár viö Ferðaskrifstofuna Sunnu á Mall- orca. Þá vann hún skrifstofustörf á Borgarspítalanum 1972-75 og 1989 en stundar nú kennslu. Fjölskylda Eiginmaður Marínar er Ólafur Ólafsson, f. 20.1.1940, húsvörður viö Landsbókasafnið í Reykjavík. Sonur Marínar er Örvar Omri Ólafsson, f. 4.1.1979, nemi. Marín átti einn bróður sem nú er látinn. Sá var Jón Örvar Geirsson, f. 2.2.1947, d. 1986, læknir á Akur- eyri en unnusta hans var Helga Þórðardóttir og er þeirra sonur Jón Örvar Geirsson Jónsson. Foreldrar Marínar: Geir G. Jóns- son, f. 1.8.1912, stórkaupmaður og ræðismaður Mexíkó á árunum 1976-85, og Sólveig Jónsdóttir, f. 15.9. 1912. Marín verður ekki heima á af- mælisdaginn. Marín Sjöfn Geirsdóttir. Lárus Hafsteinn Lárusson Lárus Hafsteinn Lárusson. Lárus Hafsteinn Lárusson, húsa- smiður og bóndi að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði, er fimm- tugurídag. Fjölskylda Lárus kvæntist 13.4.1963 Þórönnu Kristínu Hjálmarsdóttur, f. 12.4. 1936, fiskverkunarkonu en þau hófu sambúð árið 1960. Þóranna Kristín er dóttir Híálmars Pálsson, b. á Há- leggsstöðum, Hofsósi, og Steinunn- arHjálmarsdóttur. Lárus Hafsteinn og Þór anna Krist- ín eiga þrjúbörn. Þau eru Þórður Steinar Lárusson, f. 16.8.1965, sjó- maður í Hafnarfirði, kvæntur Þór- björgu Bergsdóttur og á hann tvær dætur frá fyrri sambúð, Láru, f. 20.6. 1985, og Sólveigu Önnu, f. 20.9.1988; Einar Jóhannes Lárusson, f. 13.6. 1967, nemi við Stýrimannaskólann í Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Helgu Haröardóttur; Steinunn DaníelaLárusdóttir, f. 28.1.1976, nemi í foreldrahúsum. Foreldrar Lárusar Hafsteins: Lár- us Ingvar Sigurðsson, f. 10.4.1911, fyrrv. skipstjóri í Hnífsdal en nú í Mosfellsbæ, og Daníela Jóna Jó- hannesdóttir, f. 14.2.1914, d. 8.3.1981, húsmóðir. Til hamingju með afmælið 15. desember 75 ára Bjarni Ellert Bjarnason, Melabraut 4, Seltjarnarnesi. Unnur Ágústsdóttir, Sóleyjargötu 23, Reykjavík. 70 ára Jóna G. Nikulásdóttir, Sæbliki, Raufarhafharhreppi. 50 ára Jón Ármann Si{ Súlunesi3, Garð íurjónsson, abæ 40ára 60 ára Magnús Bjarnason, Hátúni 5, Eskifiröi. Einar Kristjánsson, Stórateigi 33, Mosfellsbæ. Guðjón Guðmundsson, Njálsgerði 14, Hvolhreppi. Guðný Rut Jónsdóttir, Neðstabergi 8, Reykjavik. Marín Sjöfn Geirsdóttir Meiming Bootlegs/Bootlegs - Steinar hf. Bootlegs á beinu brautina Eiginlegar íslenskar þungarokksplötur hafa veriö sorglega fáar síðustu árin. Ef undanskildar eru afbragðsgóðar plötur Gildrunnar, sem varla geta þó flokkast undir þungarokk nema að hluta, hefur þaö komið í hlut Bootlegs að halda uppi merki íslenskra þungarokkara. Nýja breiðskífan frá Bootlegs sýnir svo ekki verður um villst að sveitin hefur tekið stórstígum framförum frá því fyrsta breiðskífan, WC Monst- er, var hljóðrituð í tímahraki. Lagasmíðar eru allar aðrar og betri, hljóð- færaleikur öruggari og hljómurinn allur annar og betri. Eins og títt er um þær þungarokkssveitir, sem njóta hvað mestrar hylli í dag, leikur Bootlegs hrátt og hratt, en ekki lengur svo mjög óagað rokk. Hröð kaflaskipti og tíðar taktbreytingar einkenna tónlistina en strákunum Nýjar plötur Sigurður Sverrisson hefur tekist merkilega vel að skapa sér sinn eigin stíl. Gítarsóló eru t.d. blessunarlega laus við þá „frasa“ sem einkenna allt of margar þunga- rokksplötur í dag. Trommu- og bassaleikur er afar sannfærandi en þaö er helst að söngurinn sé veikur hlekkur. Lögin á geisladiskinum eru 14 talsins og eru kannski fullmörg. Sumum þeirra styttri hefði að ósekju mátt sleppa en vinna þess í stað betur úr góðum hugmyndum í lögum á borð við Forleik og Við dauðans dyr. Ég hefði gjarnan viljað heyra það síðamefnda í tvöfalt lengri útgáfu - sann- kallaðan íslenskan þungarokksópus „a la Metallica" - jafn frábært og það er. Sá er þetta skrifar lét í ljósi ánægju með frumraun Bootlegs. Hún gaf góð fyrirheit, fyrirheit sem nú hafa orðið að veruleika á annarri breið- skífu hljómsveitarinnar. Það er húmor í strákunum í Boptlegs. Hann kemur vel í ljós í lögunum Tippikal, Gamli Nói og Jólarokk. í fyrsttalda laginu getur að heyra dæmi- gert „þungarokkslag" að hætti Bandaríkjamanna með tilheyrandi frammíköllum. í Gamla Nóa fara strákarnir frjálslega með gamalkunn- ugt stef og gera það meistaralega vel. Bootlegs-platan er uppfull af góðu efni. Með smániðurskurði heföi heild- armyndin þó orðið enn betri. Þaö breytir þó ekki þeirri staðreynd að við höfum hér bestu þungarokksplötu íslandssögunnar. Til hamingju, strák- ar!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.