Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 9

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1961, Page 9
9 óhagkvæma gerð í votheyinu, smjörsýru og stækju, þess vegna ber að varast, ef unnt er, að setja í vothey regnvott eða döggvott gras, en það verður að játa, að einmitt á Is- landi getur verið örðugt að uppfylla þetta skilyrði, því auð- vitað er þörfin fyrir votheysverkun brýnust í vætutíð, þegar erfitt er að ná vatni úr Iieyinu. I Danmörku hefur fengizt ágætur árangur af því að þurrka nýslegið gras í einn dag áður en það er tekið til votheysgerðar. Þurrefnið í grasinu er þá urn 25—35%. Við þetta þurrefnismagn má jafnvel verka erfiðan gróður í votheyi án íblöndunar. Aðferð þessi krefst þó aukavinnu, samanborið við það að nota vagnsláttu- vél, og getur auk þess, jafnvel við danskar aðstæður, verið ótrygg. Þessir ókostir koma vafalaust enn meira til greina á íslandi, þar sem forþurrkun gróðursins varla verður notuð að neinu ráði. Fyrir ísland hefur dönsk sérstaða að sjálfsögðu lítið gildi. Þó má geta þess, að nú súrsast rófnakálið nær alls staðar í Danmörku án íblöndunar, síðan farið var að saxa það í geymslurnar. Áður var það súrsað ósaxð og A. I. V. sýra þá notuð til íblöndunar. Að sama marki er nú stefnt við vot- heysgerð úr grasi. Það er nú hvarvetna saxað, en þar liefur smáramagnið veruleg áhrif. Sé gengið út frá beztu aðferð við votheysgerðina, söxun, hraðri ífyllingu og góðu fargi (minnst 500 kg á m2), þá er forsvaranlegt að verka hreinan grasgróður í votheyi án íblöndunar, en ef í grasinu eru 30—50% af smára eða meira, er nauðsynlegt að nota viður- kennd íblöndunarefni, nema svo aðeins, að grasið hafi verið hæfilega forþurrkað. Af þessu má marka, að í Danmörku verður hver einstak- ur bóndi að taka afstöðn til notkunar íblöndunarefna eftir tegund gróðurs, forþurrkunarskilyrðum og annarri aðstöðu til votheysgerðar. Rangt mat á þessum aðstæðum getur leitt til misheppnaðs árangurs. í Danmörku hefur, á árunum 1950—1960, verið rannsak- að á tilraunastöðvum ríkisins hvaða íblöndunarefni hent-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.