Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 3
Jóna. Maria. starf að sér og annaðist það óslitið 21 sumur, eða mest af þeim tíma, sem ég var í Gróðrarstöðinni. Starf þetta leysti hún af hendi með einstakri prýði, ráðdeild og samvizkusemi, svo allir máttu vel við una. Þótt María hefði þannig atvinnu í Gróðrarstöðinni tæp- lega hálft árið, setti hún það ekki mjög fyrir sig. Hún var svo vel verki farin, að hana skorti aldrei atvinnu. Vann hún oft mikið við sauma að vetrinum, en auk þess var hún mjög eftirsótt til þess að taka að sér heimili um lengri eða skemmri tíma, þar sem húsmóðirin hafði forfallast vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Gafst forsjá Maríu í slíkum tilfell- um jafnan vel. Var henni meðal annars mjög sýnt um að hæna að sér börn og unglinga. Eru þau ófá heimilin, er nutu þessara hæfileika Maríu, eða börnin, er hún tók ástfóstri við og nutu umhyggju hennar. María Daníelsdóttir var fædd á Dagverðareyri 26. nóvem- ber 1889 og andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri 18. ágúst 1969, tæplega áttræð að aldri. Síðustu árin dvaldi hún á Elli- 5

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.