Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 22

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 22
þá nemur uppskeruaukinn sem svarar 200—300 kg/ha af heyi á dag. Upptaka af fosfór eykst sennilega ekki að sama skapi, enda jarðvegurinn fastheldinn á fosfórinn. Afleið- ingin af þessu er að fosfórmagn þurrefnis fellur úr um það bil 0,30% P í 0,20% P á nokkrum dögum. I tilrauninni, sem grein þessi fjallar um, var fyrsti sláttur 1963, 28/6. Þá var fosfórmagn töðunnar mun hærra í fyrri en seinmi slætti. Sláttutíminn 1964 var 8/7, 1965, 7/7 og 1966, 12/7. Öll þessi ár var fosfórmagn heysins úr fyrra slætti lágt og ekkert hærra en í hánni. A þeim fimm árum sem tilraunin stóð nýtti gróðurinn 21—38% af fosfórnum, sem borinn var á (sjá töflu VII). Svo sem eðlilegt má telja nýtist fosfórinn bezt þar sem minnst var borið á af honum. Þar sem borið var á svipað magin af fosfóráburði og algengt er meðal bænda, t. d. 78,7 kg/ha P 1962 og síðan árlega 26,2 kg/ha P, þar nýttist í kringum 30% af fosfórnum. Eins og áður segir hefur eitthvað af fosfórnum, sem jurt- inrar taka upphaflega upp verið í jarðveginum og er því ekki alveg rökrétt að tala um nýtingu fosfóráburðar. Dr. Björn Jóhammesson, 1961, notar orðið „fosfórjafnvægi“ í svipaðri merkingu og skýrir það þannig: „Það tilgreimir, hve mörgurn hundraðshlutum upptekinn fosfór nemur af ábomum fosfór, hvorutveggja miðað við eitt sumar." Síðan lagði dr. Björn saman ,,fosfórjafnvægi‘‘ fleiri ára og tók meðaltall af því, og er þá komin alveg sams konar stærð og hér er kölluð nýting fosfóráburðar. Fyrir árlegan fosfóráburð, sem nam 26,2 kg/ha af fosfór, en það er sami áburðarskammtur og notaður er í tilraun- inni, sem þessi grein er urn, fann dr. Bjöm meðal-„fosfór- jafnvægi“ 58—91%. En eins og fyrr segir var fosfórnýtingin (meðail-„fosfórjafnvægi“) í Hvanneyrartilraunimni x kring- um 30%. I fyrri hluta greinar sinnar skýrir dr. Bjöm frá tilraun sem hann gerði í pottum, þar sem hann fann mun lægra „fosfórjafnvægi“. Jarðvegurinn var mýrajarðvegur frá Núpum í Ölfusi, mýrajarðvegur tekinn vestan Ingólfsfjalls í Ölfusi, mýrajarðvegur frá Ytra-Hólmi og mýrajarðvegur 24

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.