Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 26

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 26
árið, féll fosfórmagn grasanna ár frá ári. Á þeim fimm árum, sem tilraunin stóð nýtti gróðurinn 21—38% af fosfórnum, sem á var borinn. Þegar borið var á svipað áburðarmagn og algengt er að bændur noti, t. d. 78,7 kg/ha P í nýrækt og 26,2 kg/ha P árlega eftir það, þá nýttist í kringum 30% af fosfóráburð- inum. HHuti af fosfórnum, sem jurtirnar tóku upp kann að eiga uppruna að rekja til fosfórforða jarðvegsins. I tilraunina var eingöngu sáð vallarfoxgrasi. Kom það mun betur upp og var kröftugra á reitum þar sem fosfóm- um var dreift ofan á, en reitum þar sem fosfórinn var tætt- ur niður. I lok tilraunarinnar var mikið af língresi í þeim reitum, sem ekki fengu nægjanilegt magn af fosfór á tilraunaskeið- inu. ÞAKKARORÐ Ljúft og skylt er að þakka öllum þeim, sem lagt liafa grund- völl að ritgerð þessari með starfi sínu við tilraunina. Mestan hlut hafa þar átt þau Hanna Frímannsdóttir, Þóra Guðjóns- dóttir, Jón Snæbjörnsson, Óttar Geirsson og Hólmgeir Björnsson, sem lagði meðal annars stærðfræðilegt mat á niðurstöður. Einnig ber að þakka Bændaskólanum á Hvann- eyri og skólastjóra hans, Guðmundi Jónssyni, fyrir veitta starfsaðstöðu. 28

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.