Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 30
Maðurinn sjálfur hefur að vísu truflað þessa hringrás með
hrottnámi fæðuefna (dýra eða jurta) af vissum svæðum, og
flutningi þeirra til annarra svæða, en hann hefur einnig
reynt að bæta brottnámið upp, með tilbúnum áburðarefn-
um.
Þessi truflun hringrásarinnar hefur víða komið illa við
moldarheiminn. Svo virðist sem hin flókna uppbygging
hans, hafi tíðlega farið úr skorðum. Afleiðingarnar eru víða
deginum Ijósari. Plönturnar, sem að hálfu eru jarðvegsbú-
ar, og sækja mest af næringu sinni þangað, hafa sýnt okkur
þetta, svo ekki verður um villst.
Flestir líta á jarðveginn sem dautt fyrirbæri, og meðhöndla
hann samkvæmt því. Menn vita að rætur plantnanna vaxa
í honum, og að þar er að finna ánamaðka, en lengra nær
þekking almennings yfirleitt ekki. Sé litast um í hinum lærða
heimi íslendinga, verður svipað uppi á teningnum. Ýmsum
flokkum jarðvegsdýra hefur að vísu verið safnað, og um þau
ritað, oftast af útlendum fræðimönnum. (Það helzta er að
finna í ritsafninu The Zoology of Iceland) Kerfisbundnar
rannsóknir á jarðvegslífinu hafa aldrei verið gerðar á ís-
landi, fyrr en nú í sumar, er Náttúrugripasafnið á Akureyri
og Rannsóknarstofa Norðurlands fengu til þess nokkurn
fjárstyrk úr Vísindasjóði, að hefja slíkar rannsóknir. Voru
þær framkvæmdar á rannsóknarstöðinni í Víkum (Víkur-
bakka) við Eyjafjörð vestanverðan. Auk höfundar unnu að
rannsóknunum, þeir Jóhannes Sigvaldason tilraunastjóri á
Akureyri og Guðmundur Ólafsson menntaskólakennari
samastað.
Rannsóknirnar voru að mestu fólgnar í því, að athuga
fjölda einstaklinga af nokkrum flokkum algengra jarðvegs-
dýra, með tilliti til gróðurs og dýptar í jarðveginum. Voru
í því skyni valdir 10 rannsóknarreitir í mismunandi gróður-
lendum, og sýni tekin úr mismunandi dýptum í þeim, oft-
ast niður í um 20 sm dýpi.
Um rannsóknir þessar verður ritað nánar á öðrum vett-
vangi, en hér verða aðeins nefndar fáeinar niðurstöður.
32