Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 36

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 36
á ólífrænum efnum eingöngu (ýmsar bakteríur), aðrar bæði á lífrænum og ólífrænum (sveppir, dýr), og loks eru nokkur, sem eingöngu lifa á öðrum lífverum (rándýr). Fátt virðist því sameiginlegt með verum þessum, nema ef vera skyldi smæð þeirra. Langflestar eru svo smávaxnar, að þær greinast naumlega með berum augum og margar alls ekki. Ánamaðkar eru risar í ríki jarðvegsveranna, og mold- vörpum og músum verður helzt líkt við stórhvelin í ríki Ægis. Stærð jarðvegsveranna virðist yfirleitt miðast við það, að þær geti ferðast fyrirhafnarlítið um hin örsmáu holrúm og ganga, sem verða milli moldarkornanna, eða komizt rúm- lega fyrir í þeim. Mörg jarðvegsdýr eru langvaxin, miðað við breidd, og virðist það annað megineinkenni þeirra, og miðar sjálfsagt að því sama, að auðvelda þeim hreyfingar. Þess vegna flokk- ast mörg jarðvegsdýr undir almenna heitið ormar. FLOKKUN JARÐVEGSVERANNA Að sjálfsögðu eru jarðvegsverurnar flokkaðar niður á sama hátt og aðrar lífverur í skyldleikakerfi. Er þeim þá oftast fyrst skipt í plöntur og dýr, og síðan í svonefndar fylkingar og flokka. Nú orðið tíðkast einnig að skipta fyrst í þrjá flokka eða ríki, og verður þá skyldleikakerfið þannig (samanber síð- ari hluta þessarar greinar): Frumverur: Bakteríur Geislasveppir (Actinomycetes) Blágrænuþörungar. Plöntur: Sveppir (og Skófir) Mosar Þörungar Æðri plöntur (fósturplöntur). Dýr: Frumdýr (ýmsir flokkar) Þyrilormar Iljóldýr 38

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.