Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 42

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 42
Flestöll skógartré í Evrópu hafa t. d. slika svepprót, svo og brönugrös og lyngtegundir. Þá lifir fjöldi frumdýra, þráð- orma o. s. frv. í eins konar sambandi við rætur, en lítið er enn vitað um eðli þeirra sambanda (rhizosphera). Allmargar athuganir hafa verið gerðar á samhengi jarð- vegsdýra og ýmiss konar gróðurs, þar á meðal hér á landi. Dr. Högni Böðvarsson (nú í Stokkhólmi), athugaði mor- dýr í um 330 sýnum, sem S. L. Tuxen o. fl. höfðu safnað í ýmsum gróðurlendum, aðallega í Skagafirði. Kom í ljós all- mikill munur á tegundasamsetningunni og fjölda einstakl- inganna. (Högni Böðvarsson, 1957.) Eftirfarandi tafla sýnir fjölda einstaklinga af nokkrum flokkum jarðvegsdýra í mismunandi gióðurlendum á Ár- skógsströnd: Gróðurlendi Mordýr Maurar Þráðormar Tún (2) 300 94 723 Mólendi (3) 83 127 688 Mýri (1) 3 30 184 F]ag(l) 4 1 375 Mclur (gróðurtorfa) 5 130 336 (Hér er miðað við heildartölur úr 6 sýnum, sem hvert er 50 sm3 og tekin eru í röð niður í um 15—20 sm dýpi. í tún- inu og mólendinu er um að ræða meðaltöl.) Athyglisvert er að hlutfall maura og mordýra er öfugt í túninu, miðað við mólendið, en fjöldi þráðorma er svipað- ur. Gróðurtorfan á melnum fylgir mólendinu, hvað snertir maurana, en mordýrin eru þar fá. Mýrin, sem athuguð var, er hallamýri, mjög blaut og þúfulaus, og gefur sjálfsagt litla hugmynd um jarðvegsdýr í mýrum yfirleitt. Elagið, sem at- hugað var, er að mestu gróðurlaust. Sanrt er þar talsverður fjöldi þráðorma. I mýrinni fundust auk þess nokkur smákrabbadýr og all- 44

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.