Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Síða 46

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Síða 46
utan beina smásjárskoðun á moldinni, sem þó er miklum erfiðleikum bundin, er þar aðallega stuðst við eina aðferð, þ. e. að rækta viðkomandi lífverur af gróum, sem finnast í moldinni. Með þessu móti má nokkuð fara nærri um teg- undasamsetninguna, þ. e. hvaða tegundir vaxa í moldinni, en magn þeirra, hverrar fyrir sig verður aðeins meira eða minna ónákvæm ágizkun. Nokkuð má þó fara nærri um magn eða fjölda gróa, með svokallaðri þynningaraðferð. Er þá ákveðið rúmmál af mold hrært vandlega út í vatni, og síðan tekið ákveðið magn (t. d. Viooo) af því, og hrært aftur út í jafnstóru rúmmáli af vatni, og þannig koll af kolli, unz mjög mikilli þynningu er náð. Þá er loks tekið sýnishorn af vatninu og sett á næringargrunn fyrir bakteríur eða sveppi, eftir því hvort maður vill athuga. Gert er ráð fyrir að hvert gró vaxi upp og myndi smáhrúgur af gróðri viðkomandi tegundar. Af fjölda þeirra og tegundasamsetningu má reikna fjölda gróanna og samsetningu þeirra í upphaflega moldar- sýninu, ef vitað er um þynninguna. Þá hefur sú aðferð einnig verið notuð, að setja saman tvö andlagsgler (fyrir smásjárskoðun), sem síðan eru grafin í jörðina og höfð þar ákveðinn tíma, en síðan grafin upp aftur og skoðað hvað sezt hefur á þau af örverum. Glerin eru fest saman með teygju, en haft örlítið bil á milli þeirra, svo að örverurnar komizt þar inn á milli, en moldarkornin ekki, svo að þau hindri ekki athugun. Enn fleiri aðferðir eru þekktar, en ekki verður farið nán- ar út í þá sálma hér. MIKILVÆGI JARÐVEGSVERANNA Flestir jarðvegslíffræðingar munu nú vera á einu máli um þýðingu jarðvegsveranna fyrir frjósemi moldarinnar, enda viðurkennt að enginn raunverulegur jarðvegur verður til án tilverknaðar þeirra. í venjulegum jarðvegi hafa allar lífræn- ar leifar komizt í nána snertingu við þessar verur og orðið fyrir margvíslegum umbreytingum af þeirra hálfu. Mikill 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.