Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 60

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 60
Nokkrar þeirra eru innfluttar á síðari tímum, og finnast aðeins á örfáum stöðum í landinu. Aðeins tvær virðast vera algengar um land allt, þ. e. tegundirnar Dendrobaena octa- edra (brúnmaðkur) og Lumbrius rubellus (rauðmaðkur), en sá síðarnefndi er þó einkum í ræktuðu landi. 9. Lindýr (Mollusca) eru meðalstór dýr með ýmsu lagi, yfirleitt lin viðkomu, slímug og útlimalaus. Flest þeirra eru sjódýr, en fáein lifa í vötnum og á landi. Mörg þeirra mynda utanum sig kalkskeljar, sem ýmist eru tvöfaldar (samlokur) eða aflangar og skrúfulaga, og nefnast þá sniglar eða kuð- ungar. Nokkrar tegundir landsnigla (Pulmonaria) eru til hér á landi, og lifa í mosa og rökum sverði, en fara ekki að ráði niður í jarðveginn. Þar sem mikið er af þeim, geta þeir þó haft nokkur áhrif á jarðvegsmyndunina. Brekkusnigillinn (Agrolimax agrestis) er þekktastur snigla hér, en hann er kuðungslaus, og algengur í rökum brekkum. Þekktar eru um 30 tegundir land- og vatnasnigla á íslandi. (Mandahl-Barth, 1939) 10. Liðdýr (Arthropoda) hafa liðskiptan bol og útlimi. Þau hafa utan um sig hýði úr svonefndu kítini, sem verkar sem stoðvefur og kemur í stað beina hjá hryggdýrum. Fyrir bragðið verða þau að hafa hamskipti, þegar þau vaxa. Ham- skiptin eru jafnan nokkrum örðugleikum bundin, einkum fyrir landdýrin. Því er það líklega, að mörg þeirra taka lit vöxt sinn áður en þau fá utanum sig hina hörðu skel og hið endanlega form. Mörg þeirra eru jarðvegsdýr á þessu vaxt- arskeiði (lirfustig), en gerast síðan loftdýr. Liðdýrin eru afar fjölbreytt og margvísleg og fjöldi þeirra óskaplegur. Af þeim eru þekktar margfalt fleiri tegundir, en af öllum öðrum dýrum til samans. Form liðdýranna er svo margbreytilegt, að ógerningur er að lýsa því sem heild, heldur verður að lýsa einstökum flokkum þeirra. Helztu flokkar liðdýranna eru þessir: Krabbadýr, marg- fætlur, kóngurlóardýr, skordýr. Krabbadýr (Crustacea) eru sem kunnugt er flest sædýr eða vatnadýr, en örfá þeirra geta einnig lifað í rökum mosa og 02

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.