Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 64

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 64
10. mynd. Mordýr. (Isotoma notabilis). Lengd dýrsins er um 1 mm. Mordýr af þessu tagi erti algeng í jartfvegi á íslandi. (Högni Böðvarss.). lirfur í jarðveginum eða í gróðursverðinum, og afla sér þar næringar. Þá lifa flest skordýr í jarðveginum yfir veturinn sem lirfur, púpur eða egg. Að mörgu leyti svara því skordýr- in til fósturplantnanna; eru tveggja heima verur, eins og þær, og gegna efalaust sambærilegu hlutverki á sinn hátt, þótt minna sé um það vitað. íslenzk skordýr hafa talsvert verið rannsökuð, og margt um þau ritað á erlendum málum. Bezta yfirlitsverkið um íslenzk skordýr er bók Svíans Carls H. Lindroth, Die Insek- tenfauna Islands (1931), en margar ýtarlegri ritgerðir um ein- staka flokka þeirra er að finna í safnritinu Zoology of Ice- land. Þar á meðal er ritgerð Högna Böðvarssonar um væng- leysingjana (Apterygota), sem nokkrum sinnum hefur verið vitnað til í þessari grein. 11. Hryggdýr (Vertebrata) einkennast af hryggnum, sem er hluti af beinakerfinu, eða hinu svonefnda innra stoðkerfi. (Þar sem lesendur greinarinnar eru væntanlega sjálfir hrygg- dýr, virðist óþarft að kynna þau nánar) Þess var áður getið, að mjög fá hryggdýr væru eiginleg jarðvegsdýr, enda þótt allmörg þeirra noti jarðveginn til hý- býlagerðar. í Evrópu er moldvarpan (Talpa europaea) langþekktasta jarðvegsdýrið af þessu tagi, en hún hefur lagað sig svo að aðstæðunum þar niðri, að hún er nú allsendis ófær um að bjarga sér ofan moldar, t. d. er hún alveg blind. Margar mýs 60

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.