Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 69
krafizt af bónda þar norður frá, en sunnar í Noregi, hvað þekkingu og lagni í búskapnum snerti. Bændurnir þyrftu, svo grasræktin gengi, að lifa sig inn í kjör plantnanna, vera með fingurna í moldinni eins og það var orðað. Þetta ættum við íslenzkir landbúnaðarfræðarar og íslenzkir bændur að taka til athugunar og leggja niður harkaræktun og tillits- leysi í meðförum með tún og gróður. Athyglisverðar niðurstöður úr jarðvegsefnagreiningum síðasta árs og ára eru m. a., eins og ég hefi áður vikið að í greinum, mismunur á sýrustigi og kalkmagni eftir héruðum og sveitum. Útsveitirnar með kaldara og rakara loftslagi hafa jarðveg með lægra sýrustigi og minna kalkmagni en inn- sveitirnar. Þó er erfitt að finna samband á milli sprettu, eins og bændur gefa hana upp, og áður nefndra þátta. Má t. d. nefna, að sýrustig er sama í jarðvegssýnum úr kölnum tún- um á Skaga sem ókölnum. Einnig er vafasamt, að kalk- magn þar sé lægra í þeim túnum, er kalin voru en hinum. Hins vegar er kalkmagn yfirleitt mjög lágt í túnum þeirra Skagabænda, og jafnframt eru þar mörg tún kalin og spretta yfirleitt heldur léleg, og því hef ég talið rétt að reyna kölk- un á þessum túnum þó engar tilraunaniðurstöður segi, að fyrir kalk fáist uppskeruauki. í innsveitum hér á Norður- landi er kalkmagn víðast það hátt, að kölkun verður að teljast óþörf að sinni. Oft hefur verið talað um, að kjarni sýri tún. Hafa menn ekki verið á eitt sáttir um þetta atriði. Fræðilegur möguleiki er á sýringu af völdum kjarna, ef gerlagróður moldarinnar nær að breyta ammoníumhluta kjarnans í nítrat. Ég hefi álitið, að þessar gerlaummyndanir á kjarnanum væru aðeins af mjög skornum skammti í íslenzkri mold, en engar rann- sóknir eru til að sanna eða afsanna það mál. Athugun hefur þó verið gerð á því, hvort eldri tún hefðu lægra sýrustig en yngri, en slíku mætti búast við ef um sýringu væri að ræða af völdum kjarnans eða vegna annarra aðgerða í ræktun og meðferð túnsins. Þessi athugun leiddi í ljós, að í öllum þeim hreppum í Eyjafirði og vestar, sem sýni voru tekin til athug- unar, reyndist sýrustigið óháð aldri túnanna (sjá töflu). — 71

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.