Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 81

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Side 81
G j ö 1 d : Laun starfsmanna.......................... kr. 520.000,00 Efnivörur til rannsókna .................... — 25.000,00 Sími, póstur og ritföng..................... — 15.000,00 Ferðakostnaður ............................. — 30.000,00 Afskriftir af eignum........................ — 50.000,00 Ýmis kostnaður.............................. — 15.000,00 Samtals kr. 655.000,00 Áætlun þessi samþykkt samhljóða. c) Eftirfarandi tillögur frá fjárhagsnefnd voru samþykkt- ar samhljóða: 1) Að áskriftargjald að Ársriti Ræktunarfélags Norður- lands hækki úr kr. 40,00 til ævifélaga og búnaðarsambanda í kr. 65,00 og til annarra áskrifenda í kr. 110,00. 2) Að gjald fyrir jarðvegsefnagreiningar hækki úr kr. 30,00 pr. jarðvegssýni í kr. 40,00. d) Fjárhagsnefnd lagði einnig fram svofellda tillögu, sem samþykkt var samhljóða: „Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak- ureyri 24. okt. 1969 skorar á Alþingi að hækka rekstrarstyrk til Efnarannsóknarstofu Norðurlands úr kr. 150.000,00, sem stofan hefur fengið undanfarið, í kr. 250.000,00.“ Egill Bjarnason lagði fram eftirfarandi tillögur frá starfs- áætlananefnd: a) Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak- ureyri 24. okt. 1969, telur nauðsyn að efla starfsemi Rann- sóknarstofu Norðurlands og gera hana fjölbreyttari. í tilefni af því samþykkir fundurinn eftirfarandi: 1) Stjórn félagsins leiti eftir húsnæði, sem henta myndi starfsemi Rannsóknarstofunnar. 2) Lögð verði áherzla á auknar fóðurefnarannsóknir og gerlarannsóknir. 3) Stjórn félagsins leiti eftir stofnframlögum frá búnaðar- samböndunum og samvinnufélögunum á félagssvæði Rækt- 83

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.