Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 02.02.1969, Page 82
unarfélagsins. Jafnframt verði athugaðir möguleikar á fjár-
framlögum frá erlendum stofnunum eða samtökum.
Samþykkt samhljóða.
b) Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á
Akureyri 24. okt. 1969 felur stjórn félagsins að athuga mögu-
leika á því að ráða sérstakan ráðunaut til félagsins, er ann-
ist leiðbeiningar á þeim sviðum, sem búnaðarsamböndin
hafa ekki tekið upp leiðbeiningar á, t. d. búnaðarhagfræði,
bútækni o. fl. og leita samþykkis Búnaðarfélags íslands fyrir
slíkri ráðningu.
Samþykkt samhljóða.
8. Önnur mál.
Eftirfarandi tillaga kom fram frá stjórn félagsins:
Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands haldinn á Ak-
ureyri 24. okt. 1969, beinir því til stjórnar Ræktunarfélags-
ins og nefndar þeirrar, sem kosin var á fundi 8. júní 1968
og vinna átti að athugun á staðsetningu fiskeldisstöðva, að
athuga hvort ekki sé rétt að ráða ákveðinn starfsmann til að
undirbúa staðsetningu og rekstur fiskeldisstöðvar eða stöðva
í samráði við Veiðimálastofnunina.
Samþykkt samhljóða.
Stjórn Ræktunarfélagsins bar fram tillögu um að félag-
ið gerðist aðili að væntanlegum landssamtökum um land-
græðslu og náttúruvemd.
Samþykkt samhljóða.
9. Kosningar.
Endurkjörinn í stjórn var Jóhannes Sigvaldason.
Endurkjörinn varamaður var Sigurjón Steinsson.
Endurkjömir sem endurskoðendur voru Bjöm Þórðarson
og Eggert Davíðsson.
10. Formaður flutti lokaorð og þakkaði mönnum fundarsetu
og fundarstörf.
Fleira ekki. Fundargerð lesin og samþykkt og l'undi slitið.
Steindór Steindórsson.
Egill Bjarnason. Þórarinn Kristjánsson.
84