Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 26

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Page 26
26 JÓN HELGASON dýra eða fugla og miða að því að auka mönnum skilning og vizku. Dimna er til á mörgum Evrópumálum, þar á meðal þýzku og dönsku, og íslenzk þýðing, „Spekinnar bók“, er varðveitt í handritum, m. a. Lbs. 549 4to, sem Ólafur Jónsson í Arney hefur skrifað 1777 „epter 121. árs gamalle bók lítt læsre“, og er þá ljóst að þýðingin er ekki yngri en frá árinu 1656. Danska þýðingin (1618) var endurprentuð í Kaupmannahöfn 1951-3 („Christen Nielssen, De Gamle Vijses Exempler oc Hoffsprock“, útgefandi Laurits Bodker). í þýzku tímariti, Fabula 5, Berlin 1962, bls. 15—47, er ritgerð eftir Friedmar Geissler, Die islándischen Handschriften des „Buches der Beispiele der alten Weisen“; þar er á bls. 37 talið að íslenzka þýðingin muni gerð eftir þýzku prenti frá árinu 1578. - Dimna var hjá Hólmfríði segir JÓl., en Hólmfríði Pálsdóttur var 1724 fenginn samastaður í Skálholti, og má vera að faðir hennar hafi þá viljað sjá henni fyrir hollum lestri. C 115 „Vísdómsbók“ getur verið að sé sama bók og B 32. B 33. Sama bók og C 121. Höfundur þessa rits var Heinrich Cornelius Agrippa (1487—1535), íslenzka þýðingin eftir sr. Jón Gissurarson í Múla (dó 1660) virðist ekki lengur til. B 34. Belíals þáttur er einnig talinn í C 102, en er þar einn hluti stærri bókar. B 35-41. Niðurlagsorðin í 41, „allar ofanskrifaðar frá Vigur“, munu eiga við allar þær bækur sem taldar eru í liðunum 35-41; Magnús Ketilsson, sem nefndur er í B 37, var einn af skrifurum Magnúsar í Vigur. Rímnabók með hendi Jóns Þórðarsonar, annars skrifara Vigurbóndans, er varðveitt í AM Accessoria 22 og Lbs. 861 4to, sjá Safn Fræðafélagsins IX 12-14 og Griplu V 225, en enginn skyldleikur verður þar fundinn við þær rímnabækur sem JÓl. nefnir, nema ef það skyldi telja að Griplur og Rollants rímur eru í Access. 22 og hafa einnig verið í Víðidalstungubókunum. B 39-40. Sbr. A 8; þar eru þó ekki nefndar rímur af Gunnari Hámundarsyni né af arnarinnar dyggðum, og hafa líklega verið á annarri bók. Rímur af arnarinnar dyggðum gætu verið þær sem eignaðar eru Arngrími lærða, móðurfoður PVíd., sjá um þær Safn Fræðafélagsins IX 515-16. B 42. Sama bók og A 9. Rímur af Kára Kárasyni (sbr. Rímnatal Finns Sigmundssonar I 302, II 22-3) eru aftur taldar í B 44.1 1 JÓl. nefnir í orðabók sinni (AM 433 fol. III) orðibyfriks í merkingunni ‘permagnus’ og segir sig minni það sé haft í rímum af Kára Kárasyni; annað dæmi um þetta orð sem hann tilgreinir, er úr Sturlu rímu Páls Vídalíns: Út í dyrnar yfriks stein Irpu ver nam færa (Vísnakver bls. 28).

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.