Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 63
BÓLU-HJÁLMAR ÞÝÐIR ÚR DÖNSKU 63 2 Þegar um fold ég gjöri gá guðs hún ráðstöfun minnir á, af jörðu kominn er hvör mann, aftur að jörðu verður hann. 1 ég: eg, 1440. Smávægileg ónákvæmni hér felst í því að Rachlov segir mönnum að staldra við, en Hjálmar segir í þess stað að hver maður sé kominn af jörðu. Ef orðið „gá“ þýðir hér „ganga“ er það vitaskuld vond dönskusletta. Trúlegra virðist mér að það þýði „horfa“; þá er þetta skáldleg mynd, hann horfir yfir jörðina og lætur hana minna sig á að hún sé upphaf og endir alls lífs. Með því móti verður breyting hans til bóta og myndin svipmeiri: menn hverfa ekki aðeins aftur til jarðar heldur eru einnig komnir af henni. 3 Hvert Stove-Korn, hver Mulde-Plæt Det raaber til mig: Ey forgiæt At du est ikkun Leer og Muld, Det ligger snart i Stov omkuld. 3 Duftið nær lít eg íjúka’ um fold fræðir það mig: „Þú aska’ og mold, dárlegt forðast þú dramb og skart, dauður við leir þú blandast snart.“ 3 forðast þú: forðastú, 1440. Hér ber aftur fátt markvert á milli. Helst er að benda á að Hjálmar segir mönnum að forðast dárlegt dramb og skart, en það er ekki í dönskunni. Hann bætir því þarna inn heimsádeiluefni, svo sem eiga má von á frá honum. 4 Det lille Jordens Sommer-Straa, Naar jeg med Foden træder paa, Det lonlig skriger: Du est Hoe, Der visne kand, og Morgen doe. 4 Sérhvört grasstráið segir mér sem upp af jörðu vaxið er: „Aumur syndari, orð mín heyr, eins og ég visnar þú og deyr.“

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.