Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 65

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1985, Side 65
BÓLU-HJÁLMAR ÞÝÐIR ÚR DÖNSKU 65 7 I Luíten, naar jeg bliver vaer Den Fugl, som ílyver læt og snar, Saa lærer han, at jeg far bort Til Doden, som jeg floy alt fort. 7 Fuglinn um loftið líður snar, lætur mér eftir þetta svar: „Allt eins fjörvængir, utan töf óðum þér svifa fram í gröf.“ Hér sýnist Hjálmar gera sams konar breytingu og í næstu tveim erindum á undan. í stað þess að í danska sálminum er einungis dregin líking af hröðu ílugi fugla við hraða ferð manna til grafar, þá lætur hann fuglinn ávarpa sig og minna sig á þennan sannleika. Petta er því þriðja persónugervingin í röð sem hann bætir inn í verkið. 8 Hver Aften-Soel, som undergaaer, Den pæger paa mit Lives Aar At Dedens Aften stunder til, Veed ey naar Gud mig kalde vil. 8 Hnígandi sól í saltan beð svo fær að aftni við mig téð: „Þenk, maður, ævikvöld þitt kalt kemur — fyrir því ugga skalt.“ Hér er notuð alkunn líking á lífinu við sólargang og sólsetri við dauðann. Rachlov lætur sólina minna sig á að líkt 'og hún renni til viðar að kvöldi, eins líði á daginn í lífi hans og dauðinn nálgist. Vera má að það séu áhrif frá íslensku náttúrufari að Hjálmar lætur sólina setjast í sjóinn, en það gerir Rachlov ekki; sævarsólarlag er þó líklega til þess fallið að vekja hugljúfari og fegurri mynd í hugum íslenskra lesenda en sólsetur yfir fastalandi, svo að trúlega er þessi breyting með ráðum gerð hjá Hjálmari. Þá eykur hann hér fjórðu persónu- gervingunni í röð inn í verkið, er hann lætur hnígandi sólina ávarpa sig, í stað þess að láta hana einungis minna sig á dauðann líkt og Rachlov gerir. 5

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.