Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 21

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 21
TVENNAR SMÍÐALÝSINGAR 21 „Þann vetr eptir, er Ólafr konungr hafði komit af Hálogalandi, lét hann reisa skip mikit inn undir Hlaðhömrum, þat er meira var miklu en önnur þau skip, er þá váru í landinu, ok eru enn þar bakkastokkar þeir, svá at sjá má. Þorbergr skafhögg er nefndr sá maðr, er stafnasmiðr var at skipinu, en þar váru margir aðrir at, sumir at fella, sumir at telgja, sumir saum at slá, sumir til að flytja viðu. Váru þar allir hlutir vandaðir mjök til. Var skipit bæði langt ok breitt ok borðmikit ok stórviðat. En er þeir báru skipit borði, þá átti Þorbergr nauðsynjaorendi at fara heim til bús síns ok dvalðisk þar mjök lengi. En er hann kom aptr, þá var skipit fullborða. Fór konungr þegar um kveldit ok Þorbergr með honum ok sjá þá skipit, hvernug orðit sé, ok mælti hverr maðr, at aldri hefði sét langskip jafnmikit eða jafnfrítt. Ferr þá konungr aptr í bæinn. En snimma eptir um morgininn ferr konungr enn til skipsins ok þeir Þorbergr. Váru þá smiðar þar áðr komnir. Stóðu þeir allir ok höfðusk ekki at. Konungr spurði, hví þeir færi svá. Þeir segja, at spillt var skipinu ok maðr myndi gengit hafa frá framstafni til lyptingar ok sett í borðit ofan hvert skýlihögg at öðru. Gekk konungr þá til ok sá, at satt var, mælti þegar ok svarði um, at sá maðr skyldi deyja, ef konungr vissi, hverr fyrir öfundar sakir hefði spillt skipinu- „en sá, er mér kann þat segja, skal mikil gæði af mér hljóta.“ Þá segir Þorbergr: „Ek mun kunna segja yðr, konungr, hverr þetta verk mun gört hafa.“ „Mér er eigi þess at öðrum manni meiri ván,“ segir konungr, „at þetta happ myndi henda en at þér, at verða þess víss ok kunna mér segja." „Segja mun ek þér, konungr,“ segir hann, „hverr gört hefir. Ek hefi gört.“ Þá svarar konungr: „Þá skaltu bæta svá, at jafnvel sé sem áðr var. Þar skal líf þitt við liggja." Síðan gekk Þorbergr til ok telgði borðit, svá at öll gengu ór skýlihöggin. Konungr mælti þá ok allir aðrir, at skipit væri miklu fríðara á þat borð, er Þorbergr hafði skorit. Bað konungr hann þá svá gera á bæði borð ok bað hann hafa mikla þökk fyrir. Var þá Þorbergr höfuðsmiðr fyrir skipinu, þar til er gört var. Var þat dreki ok görr eptir því sem Ormr sá, er konungr hafði haft af Háloga- landi, en þetta skip var miklu meira ok at öllum hlutum meirr vandat. Þat kallaði hann Orminn langa, en hinn Orm inn skamma. A Orminum langa váru fjögur rúm ok þrír tigir. Höfuðin ok krókrinn var allt gullbúit. Svá váru há borðin sem á hafskipum. Þat hefir skip verit bezt gört ok með mestum kostnaði í Nóregi.“ Líkt og menn skildu það snemma, að sögn Snorra í formála Snorra-Eddu, „að allir hlutir væri smíðaðir af nokkuru efni“, eins er það um söguna af smíði Ormsins langa. Snorri hafði þar fyrir sér frásögn í 53. kapítula Olafs sögu Tryggvasonar eftir Odd Snorrason. Frásögn Odds er á þessa leið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.