Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 63

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 63
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 63 að allir þekkja þig. Nú langar mig að biðja þig, þegar þú hefur fengið þetta bréf, að skrifa mér og láta mig vita um heimilisfang þitt (hvar þú hefur aðsetur), svo ég geti sent þér þær sem fyrst. Ég álít svo langheppilegast að birta þær í Hlín, því með því móti komast þær á sem flest heimili og geymast best frá glötun. Við höfum það gott, þó að heilsan mín sé veil, og hrykkju upp af nokkrar ær í vor, fæst maður ekki um svoleiðis smávegis, þegar rnaður hugsar um allar þær hörmungar, sem ganga yfir þjóðirnar. I gær fóru hér um brautina bílar, sem voru að flytja hermenn til Húsavíkur. Hvað það væri gaman og gagnlegt að hitta þig. Slæ ég svo botninn í þessar línur. Oska þér allrar blessunar og að þú getir haldið áfram að starfa fyrir þjóðina eins og þú hefur gert. Kveð þig sem best með þakklæti fyrir allt gott fyrr og síðar. Garði, 9. iúlí 1940 Bréf frá Matthildi Halldórsdóttur Kæra fröken Halldóra! Hér sendi ég nú litarfyrirsagnir mínar, sem ég hef verið hvött til af ýmsum að láta birtast. Ég hef reynt að hafa hverja litarlýsingu sem ljósasta út af fyrir sig, í svo stuttu máli sem unnt er, nreð því að taka þó frarn allt það, sem nauðsynlegt væri, til að lýsing á hverri aðferð gæti skilist og komið að notum. Samkvæmt þessu vil ég óska þess, að ekkert falli úr eða breytist í prentun á nokkurn hátt. Ottast, að það myndi þá tapa því gildi, sem því er hugsað. I öðru lagi legg ég áherslu á, að þcssar fyrirsagnir geti allar fylgst að. Bæði er náið samband milli þeirra einstöku aðferða, og svo á þetta heima á einum samastað. Ég vona, að þú sjáir þér fært að taka þær í Hlín, þá þarf ég ekki að hugsa meira um það, og eins og ég sagði í bréfi til þín unr daginn, álít ég best, að þær birtist í henni. Ég er frískari núna, annars ekkert markvert héðan að frétta. Kveð þig sem kærast og þakka allt gott fyrr og síðar og óska þér alls góðs. Þín einlæg vinkona Matthildur Halldórsdóttir. Kær kveðja frá manni mínum [Benedikt BaldvinssyniJ og tengdamóður [Guðnýju Jónsdóttuij.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.