Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 19
TVENNAR SMÍÐALÝSINGAR
19
Óðni geirinn Gungni, en Þór haddinn, er Sif skyldi hafa, en Frey
Skíðblaðni ok sagði skyn á öllum gripunum, at geirrinn nam aldri staðar í
lagi, en haddrinn var holdgróinn, þegar er hann kom á höfuð Sif, en
Skíðblaðnir hafði byr, þegar er segl kom á loft, hvert er fara skyldi, en
mátti vefja saman sem dúk ok hafa í pungi sér, ef þat vildi.
Þá bar fram Brokkr sína gripi. Hann gaf Óðni hringinn ok sagði, at ina
níundu hverja nótt myndi drjúpa af honum átta hringar jafnhöfgir sem
hann. En Frey gaf hann göltinn ok sagði, at hann mátti renna loft ok lög
nótt ok dag meira en hverr hestr ok aldri varð svá myrkt af nótt eða í
myrkheimum, at eigi væri ærit Ijós, þar er hann fór; svá lýsti af burstinni.
Þá gaf hann Þór hamarinn ok sagði, at hann myndi mega ljósta svá stórt
sem hann vildi, hvat sem fyrir væri, at eigi myndi hamarrinn bila, ok ef
hann yrpi honum til, þá myndi hann aldri missa ok aldri fljúga svá langt,
að eigi myndi hann sækja heim hönd, ok ef þat vildi, þá var hann svá lítill,
at hafa mátti í serk sér. En þat var lýti á, at forskeftit var heldr skammt.
Þat var dómr þeira, at hamarrinn var beztr af öllum gripunum ok mest
vörn í fyrir hrímþursum, ok dæmdu þeir, at dvergrinn ætti veðféit."
I þessari stórkostlegu lýsingu gripanna er sem Snórri sjái í
sjónhendingu margar aldir fram í tímann. Við sjáum í geirnum
Gungni og hamrinum Þórs þau ægilegu vopn, er nú ógna allri
heimsbyggðinni. I Skíðblaðni kennum við skip þau, er stýra má
hvert er fara skal, raunar án þess að nokkurt segl komi á loft, og
gölturinn, er renna mátti loft og lög, er fyrirboði flugvéla og
geimskipa, sem eru allir vegir færir og af lýsir í náttmyrkrinu svo
sem burstinni galtarins.
Þá er nú margur gervihaddurinn sem holdgróinn sé.
Þótt stórskip nútímans verði ekki vafin saman sem dúkur • og
höfð í pússi sér eins og Skíðblaðnir, er margt tækniundrið í ætt við
hann, þegar unnt er að koma hinu ótrúlegasta galdraverki fyrir í
örlitlum stokki.
Ég læt loks öðrum eftir að finna eitthvað, er jafna megi við
hringinn Draupni, nefni þó til gamans vélmenni eða róbóta
nútíðarinnar. Það er eflaust með ráði gert hjá Snorra að benda á
lýti á bezta gripnum, rétt til að minna á, að enginn hlutur er svo
alger, að ekki verði um hann bætt. Hamarinn var ekki einungis
beztur af öllum gripunum, heldur var og í honum mest vörn fyrir
hrímþursum. Við þekkjum þetta sjónarmið enn í dag, og ætlar að
reynast erfitt að fá menn til hverfa frá því. Andi Lokasennu lifir æ,
en Loki kvað undir lok sennunnar: