Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 89

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 89
LANDSBÓKASAFNIÐ 1988 89 fyrir sitt leyti með bréfi 17. ágúst. í framhaldi af því var svo um haustið gengið frá samningi við Saztek um breytingu allt að 200 þús. skráningartexta í tölvutækt form. Skyldi verkið hafið seint á árinu og því vera lokið 1991. Verkefni sem þetta knýr eitt með öðru á um það, að hraðað verði eftir föngum því vali á tölvukerfi, sem stefnt hefur verið að lengi. Undirbúningi þess þáttar var haldið áfram, en fyrirsjáan- legt, að ákvörðun yrði ekki tekin fyrr en að lokinni mjög rækilegri athugun. ÞJÓÐARBÓKHLAÐA Sótt var þegar 20. janúar um heimild til að bjóða út 9. áfanga byggingarfram- kvæmdanna. Þar sem sýnt var, að 50 milljónir þær, er settar voru í fjárlög ársins, nægðu ekki til að ljúka hinum nýja áfanga, var beðið átekta, meðan menntamálaráðherra freistaði þess að tryggja meira fé til framkvæmdanna, enda ærið fé til, ef farið væri eftir lögunum um þjóðarátakið. En fjármálaráðherra lét sig hvergi, og var því ekki annars kostur en bjóða út 9. áfanga þannig að ekki yrði lokið við hann fyrr en á árinu 1989. I fjárlagafrumvarpinu fyrir það ár voru einungis 90 milljónir króna vegna Þjóðarbókhlöðu, þótt gert væri ráð fyrir, að álagður eignarskattsauki yrði 240 milljónir króna. Þegar þetta er skrifað, er vitað, að álagningin 1989 reyndist 284 milljónir eða alls á árunum 1987-89 684 milljónir. Af þeim höfðu innheimzt í nóvemberlok á þessu ári um 469 milljónir, en af því fé verið ráðstafað til bókhlöðunnar 244 milljónum króna, þar sem á miðju sumri var ákveðin 30 milljóna króna aukafjárveiting til bókhlöðunnar. í tillögum byggingarnefndar 2. júní um fjárveitingar á árinu 1989 var þess getið, að eignarskattsaukinn myndi, þótt hann skilaði sér allur, ekki nægja til að ljúka bókhlöðusmíðinni, nauð- synlegt yrði að framlengja gildistíma hans. í yfirlýsingu ríkisstjórnar þeirrar, er tók við völdum seint í september, var sagt, að lokið yrði smíði Þjóðarbókhlöðu innan fjögurra ára, og í bréfi menntamálaráðherra til byggingarnefndar 18. nóvember segir, að ríkisstjórnin muni beita sér fyrir því, að gildistími laga nr. 49/1986 um þjóðarátak til byggingar Þjóðarbók- hlöðu verði framlengdur. Seint á árinu var unnið að nýrri framkvæmdaáætlun, þar sem miðað var við, að bókhlöðusmíðinni yrði lokið um mitt ár 1992.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.