Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 49

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 49
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 49 Til þess að útbreiða sitt evangelíum, heimilisiðnaðinn, hafði Halldóra þann háttinn á að stofna fjölda kvenfélaga um allt land (hún segir 100) og hélt sambandi við þau og fylgdist með starfinu, ýmist bréflega eða með heimsóknum. Þessi persónulegu sambönd og svo Hlín voru auðvitað ómetanleg. En betur mátti tryggja árangur af starfinu. Hún átti hugmyndina og mestan þátt í að stofna Samband norðlenskra kvenna eins og áður getur (sjá um Hlín), og áður en lauk, hafði hún komið á fót samböndum kvenfélaga í öllum fjórðungum landsins. í blaðagrein eru þetta lokaorðin, sjálfsagt að gefnu tilefni: „Það er ómenning að flytja mestallt hráefnið út óunnið, en hafa þó nógar iðjulausar hendur í landinu, sem bæði hafa kunnáttu og dug til að vinna.“ Tóvinnuskólinn á Svalbarði Þessi skóli var síðasta verkefni Halldóru í að efla veg ullarinnar. Henni barst upp í hendur tilboð um ódýrt og gott húsnæði á Svalbarði við Eyjafjörð frá feðginunum, sem þar bjuggu, Elínu Stefánsdóttur og Stefáni Stefánssyni. Einnig fékk hún Rannveigu H. Líndal til að koma og taka skólann að sér ásamt sér, en það taldi hún algert skilyrði þess, að hann yrði rekinn. Hann starfaði frá veturnóttum til sumarmála árin 1946-1955. Markmið skólans var að vekja skilning nemenda og áhuga á öllum þjóðlegum verðmætum. Við það voru öll kennsluefni miðuð: Ullarvinnan og lesgreinar. Svanhvít Ingvarsdóttir, Syðri-Skál í Kinn, Suður-Þing. var nem- andi þar 1949-1950: „Halldóra kærði sig ekkert um eitthvert óttalegt safn af stúlkum. Fyrst voru þær 4 ('A starfsár), flestar 10, en helst vildi Halldóra hafa þær 8. Þær urðu alls 60-70 og úr öllum fjórðungum landsins. Hún var meira en hálfáttræð þennan vetur, en þó svo ung í anda og fasi, að ég leit á hana sem lítið eitt eldri vinkonu. Hún var svo falleg á fæti, að ég hefi fáar séð eins. Það var slík reisn og tign yfir henni að af bar. Og jafnframt var hún svo létt og kvik á fæti, hún var engu síður létt í spori en við, sem ungar vorum. Alltaf var hún að glæða ættjarðarást og áhuga á þjóðlegum fræðum. Hún var framúrskarandi vinföst og trygg. Halldóra Bjarnadóttir lét námsmeyjar á Svalbarði skrifa stíla um 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.