Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 85
LANDSBÓKASAFNIÐ 1988
85
flutningur heilu bókaflokkanna í geymslur utan þeirra valda og
ómældum erfiðleikum.
Komið var á fastari skipan heimlána erlendra rita.
Nýkomnar erlendar bækur voru hafðar til sýnis í aðallestrarsal,
ef verða mætti til að auka heimlán þeirra.
STARFSLIÐ ívar Brynjólfsson ljósmyndari var sett-
ur forstöðumaður myndastofu Lands-
bókasafns frá 1. janúar. Hann hafði þá nýlega lokið prófi
(Bachelor of Fine Arts) frá San Francisco Art Institute, ljósmynda-
deild stofnunarinnar.
Erfitt reyndist að manna Á stöðu aðstoðarmanns á myndastofu.
Björn Stefánsson gegndi starfinu frá 1. janúar til 11. apríl, Jóhann
Þór Guðmundsson júnímánuð og loks Ragnar Agústsson frá 12.
september til áramóta. Ragnar gegndi og 14 starfi í þjóðdeild
safnsins frá 1. október.
Hallfríður Baldursdóttir bókasafnsfræðingur var ráðin bóka-
vörður frá 1. apríl að telja.
'Á stöðu Laufeyjar Þorbjörnsdóttur var frá 1. júní breytt sam-
kvæmt ósk hennar í 'A stöðu.
'Á stöðu Regínu Eiríksdóttur var frá sama tíma breytt í 54 stöðu.
Hildur G. Eyþórsdóttir fékk þriggja mánaða rannsóknarleyfi,
15. september - 15. desember, til framhaldsnáms í bókasafnsfræð-
um við McGill-háskólann í Montreal. Hún var frá störfum megin-
hluta sumarsins vegna veikinda.
Bergljótu Garðarsdóttur var í fjarveru Hildar G. Eyþórsdóttur
falin aðalumsjón með gerð íslenzkrar þjóðbókaskrár.
Rannveig Gísladóttir bókasafnsfræðingur var ráðin bókavörður
frá 15. september í fjarveru Hildar G. Eyþórsdóttur. Hún var í
80% starfi til 15. desember, en úr því í fullu starfi.
Sveinn Kristinsson, er settur var bókavörður til eins árs frá 20.
ágúst 1987, var ekki endurráðinn eftir árið.
Eiríkur Þormóðsson cand. mag. var settur bókavörður í Lands-
bókasafni til eins árs frá 12. september að telja.
Einar G. Pétursson var samkvæmt eigin ósk leystur 1. október
frá starfi sínu sem deildarstjóri þjóðdeildar.
Nanna Bjarnadóttir deildarbókavörður var sett deildarstjóri í
þjóðdeild safnsins frá 1. október.
Ólafur F. Hjartar deildarstjóri í deild erlendra rita lét af því