Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 13
GRÍMUR THOMSEN
13
lætisvottur fyrir það, hve fagurlega bókmenntalegrar þýðingar
íslands fyrir öll Norðurlönd var minnzt í Uppsölum síðastliðið
sumar, þannig lýsum við hér með yfir vegna ummæla hr. Repps í
Flyve-Posten í gær, að við staðfestum fullkomlega framtak hr. Dr.
Gríms Thomsens.
Kaupmannahöfn, 30. nóvember 1856.“
Flestir þeir, sem undirrita yfirlýsinguna, eru stúdentar í námi
við Hafnarháskóla. Þá eru þar á meðal nokkrir eldri menn, fyrst
og fremst Jón Sigurðsson, Oddgeir Stephensen, Magnús Eiríksson
og Skúli Thorlacius. Athygli vekur, að nöfn Gísla Brynjúlfssonar
og Konráðs Gíslasonar er þar ekki að finna. Hafði þó Grímur í
bréfum sínum um sumarið sent þakklætiskveðjur þeirra til Sáve og
frá Gísla raunar í hverju bréfi.
Grímur ritar nú Sáve samdægurs (2. des.) og sendir honum
málsgögn.
Bréf Gríms hljóðar svo:
„Kæri Sáve!
Þar sem eg tel hugsanlegt, að svo kunni að fara, að mál það, er eg
ætla að ræða í þessum fáu línum, yrði flutt þér eða öðrum
Uppsalabúum einhliða, þá sendi eg þér hér með málsgögnin, en af
þeim muntu sjá, að einn af löndum mínum, herra Repp, sem þú
þekkir kannski af orðspori, hefur talið sér sæmandi að ráðast á mig
í „Flyve-Posten“, af því að ég hafði með samþykki Jóns Sigurðssotiar
(sem er forseti íslenzku Bókmenntafélagsdeildarinnar í Kaup-
mannahöfn) og nokkurra annarra landa sent ykkur Islandskortið,
án þess að leita samþykkis Repps og fáeinna annarra. Gegn
langloku hans hafa 25 landar mínir einnig í Flyve-Posten birt
hjálagða yfirlýsingu (2), og eg skal bæta því við, að við erunt 32
háskólamenn hér í borginni. Mér þykir það eitt miður, að Brynj-
úlfsson er ekki meðal undirritaðra, en um ástæðurnar til þess mun
hann víst skrifa þér sjálfur.
Ef þú ert, sem eg vona, sammála mér, þá heldur þú þessum
upplýsingum fyrir þig, meðan málið er ekki kunnugt í Uppsölum,
og ræðir það sem sagt alls ekki, ef það berst ekki til Uþpsala eftir öðrum
leiðum. Ef svo fer, þá fyrst leggur þú fram yfirlýsingu 25 Islendinga
til að sýna, að eg hef farið að óskurn meirihluta landa minna.
Heilsaðu öllum heilögum eins og postulinn Páll segir, og vertu
sjálfur vinsamlega kvaddur.
Þinn Grímur Thomsen
Sendu línu við tækifæri.“