Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 70

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 70
70 ÚRBRÉFUM Stykkishólmi, 9/4 1947 Frá Ingibjörgu Daðadóttur ...Pá er að reyna að segja þér eitthvað af mömmu (Maríu Andrésdóttur), eins og þú varst að mælast til. Hún er fædd í Flatey á Breiðafirði (22. júlí 1859), foreldrar hennar Andrés Andrésson og Sesselja Jónsdóttir. Sesselja móðir mömmu var móðursystir Björns Jónssonar ráðherra. Andrés faðir mömmu var sonur Guðrúnar í Miðbæ í Flatey, og hún var systir Þóru móður síra Matthíasar. Og þær voru systur séra Guðmundar Einarssonar, föður frú Theodóru Thoroddsen og þeirra systkina. Faðir mömmu var uppeldissonur síra Ólafs Sívertsen. Foreldrar mömmu voru búsett í Flatey. Hann stundaði sjó, drukknaði á besta aldri frá 6 ungum dætrum og sú sjöunda var á ferðinni. Sú elsta hét Jóhanna. þá var Guðrún, svo skáldkonurnar Herdís og Ólína, sem voru tvíburar. Þá María og Steinunn, þá Andrésa... Mamma var þriggja ára, þegar hún missti föður sinn. Þá voru 3 systurnar teknar í fóstur. Mamma fór til síra Guðmundar Einarssonar sem þá var prestur á Kvennabrekku... og var hjá þeim þangað til hún giftist 1880 Daða Daníelssyni... Móðir mín er nú á 8. árinu yfir áttrætt. Hún er sívinnandi fína ullarvinnu. Hún tekur ullina eins og hún kemur af skepnunni og gerir allt að því. ...En það er óskiljanlegur hlutur hvað ullin getur umskapast þegar hún er búin að ganga í gegnum hendurnar á henni... Og þar að auki les hún mikið. Það er ekki furða, þótt fólk undrist þá endingu, þegar þess er gætt, að hún átti 15 börn og átti oft erfitt á þeim árum, að hafa þá sjón og næmu tilfmningu sem þetta útheimtir. Enn er hún teinrétt og létt á fæti. Hólum, A.-Landeyjum, Rangárvallas., 19/6 ’47 Bréf frá Rósu Andrésdóttur Kæra Halldóra, Þakka Hlín og munsturbókina, hún var með þökkum þegin, svo seldi ég hina. Nú hef ég selt öll heftin 16 og sendi hér með andvirðið og bið afsökunar, hvað dregist hefir. Það er í mörgu að snúast hjá manni. Héðan er allt sæmilegt að frétta, flestum er tíðræðast um Heklu, því að hún spúar mikið, enda er hún búin að gera mikil spjöll í okkar kæru sýslu, hér var svo dimmt fyrsta dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.