Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 23

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 23
TVENNAR SMÍÐALÝSINGAR 23 má“. Mætti jafnvel skilja frásögnina svo, að Snorri hefði komið á staðinn, þar sem Ormurinn langi var reistur. Pá er það nýjung, að stafnasmiðurinn, sem síðar varð höfuðsmiðurinn, er nefndur með nafni og viðurnefni, Porbergur skafhögg. Hvort það hefur verið í minnum haft eftir meira en tvær aldir, skal ósagt látið, hitt eins líklegt, að Snorri hafi búið það til og kveikjan að viðurnefninu a.m.k. sé orð, er lögsögumaðurinn Snorri Sturluson hefur þekkt úr kafla um hafskip í festaþætti Grágásar, þar sem segir: „Ef maðr höggr skýlihögg á hafskip manns, ok varðar fjörbaugsgarð, ok svá hvatki er maðr meiðir at skipinu eða at reiðinu eða at viðum, nema v. aura skaði sé ágörr eða meiri, þá varðar skóggang.“' Bakkastokkarnir og nafn smiðsins ásamt viðurnefni, er tengist sögunni svo mjög, verða þegar til að sveipa alla frásögnina miklum sennileikablæ. Aðrar breytingar eru þær helztar, að í stað höggvanna þriggja miklu eru smiðirnir, er fallizt höfðu hendur, í frásögn Snorra látnir segja, „at spillt var skipinu ok maðr myndi gengit hafa frá framstafni til lyptingar ok sett í borðit hvert skýlihögg at öðru“, og er þar vissulega brugðið upp mjög lifandi mynd. Pá tekst Snorra með því að leyna ögn lengur, hver verkið hafði unnið, að auka eftirvæntingu áheyrandans eða lesandans. En það verður ekki af Oddi skafið, að hann hefur í sinni frásögn það höfuðatriði - og heldur mjög haglega á því, að sýna, eins og áður er að vikið, að enginn hlutur er svo alger, jafnvel að almannadómi, að ekki verði um hann bætt. Slík frásögn hlaut sökum anda og efnis að freista í senn sagnameistarans og smiðsins Snorra Sturlusonar, en frá honum segir m.a. svo í 34. kapítula Islendingasögu Sturlu Pórðarsonar: „Hann gerðist skáld gott ok var hagr á allt þat, er hann tók höndum til, ok hafði inar beztu forsagnir á öllu því, er gera skyldi.“ Hér væri hægt að nema staðar, en mig langar þó til að fylgja þessari sögu ögn eftir. í Flateyjarbók, er tveir íslenzkir prestar skrifuðu seint á 14. öld á vegum Jóns bónda Hákonarsonar í Víðidalstungu, eru í Olafs sögunum, þ.e. Olafs sögu Tryggvason- ar og Ólafs sögu helga, er sr. Jón Pórðarson skrifaði, sögur Snorra Sturlusonar um þá konungana mjög lagðar til grundvallar, en þær síðan stórlega auknar. Er þar hvort tveggja komið efni úr svokall- aðri Ólafs sögu Tryggvasonar hinni mestu frá öndverðri 14. öld og 1 Grágás, síðari deild, Kaupmannahöfn 1852, bls. 72.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.