Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 69
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 69 núna með þessu bréfl, sem ég ætlast til að komi í næsta árgangi, en mig langar til að senda henni einhverja ritgerðarnefnu fyrir vorið, ef líf og heilsa leyfir. Mikið bý ég lengi og vel að minningunum um ferðalagið mitt langa og farsæla í sumar, og ekki síst komunni að Teigi í Vopnafirði, þó að ég hitti ekki Guðfmnu (Erlu) frænku mína eða mann hennar heima, var mér það óblandin ánægja að dvelja hjá börnum hennar fjórum, sem eru ein þau skemmtileg- ustu ungmenni, er ég hef fyrir hitt, glöð og hispurslaus, og svo myndarleg, iðin og þrifin, að það var yndi að umgangast þau. Nú er ég enn stödd á heimili vinkonu minnar sálugu (konunnar, sem dó að 12. barninu) og líður vel eins og ætíð, þegar ég er við þetta kæra starf mitt, en raunalegt er, hvað heimilin veita oft litla stoð í fræðslustarfmu, og þó er það vorkunn, þegar öll verk safnast á sárfáar hendur og þær orðnar lúnar og slitnar, eins og hendur ömmunnar hérna, sem alltaf hjakkar við eldamenskuna. Víðivöllum fremri, 9. marz 1944 Bréf frá Margréti Sigfúsdóttur Ég var 3 nætur í „skólanum“ á Hallormsstað upp úr nýárinu og hafði gaman af því eins og ævinlega, er ég dvel þar. Þá var nýlega um garð genginn bruninn á Brekkusjúkrahúsi, sem ekki var hægt að minnast nema með eftirsjá og meðlíðan til þeirra, er hlut áttu að máli; kona læknis og dætur fóru suður til Reykjavíkur með fyrstu ferð, þar sem hún á tvær systur búandi, en læknir hefur aðsetur sitt á Eiðum. Þess hefur verið farið á leit við stjórnarvöldin með almennri áskorun hér úr sveit, að byggt verði aftur yfir hann á Brekku, en allt útlit er fyrir, að því verði ekki sinnt, og margfaldast þá erfiðleikar okkar, sem innst búum til fjallanna, á því að ná í læknishjálp, og ekki ólíklegt, að það yrði einhverjum að fjörtjóni sérstaklega vegna þess, að umdæmið er allt of stórt fyrir einn lækni. Heilbrigði hefur verið allgóð hér í vetur, engar farsóttir á sveimi og slys engin. Nú hætti ég að þessu sinni. Blessað vorið birtu slær á allt, blæs þó ennþá stundum nokkuð kalt. Sólin blíða sigrar kuldans þraut, seinna prýðir blómaskrúð- inn laut. Með hjartans kveðju um gleðilegt sumar og þökk fyrir allt gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.