Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 69
TIL HALLDÓRU BJARNADÓTTUR 69 núna með þessu bréfl, sem ég ætlast til að komi í næsta árgangi, en mig langar til að senda henni einhverja ritgerðarnefnu fyrir vorið, ef líf og heilsa leyfir. Mikið bý ég lengi og vel að minningunum um ferðalagið mitt langa og farsæla í sumar, og ekki síst komunni að Teigi í Vopnafirði, þó að ég hitti ekki Guðfmnu (Erlu) frænku mína eða mann hennar heima, var mér það óblandin ánægja að dvelja hjá börnum hennar fjórum, sem eru ein þau skemmtileg- ustu ungmenni, er ég hef fyrir hitt, glöð og hispurslaus, og svo myndarleg, iðin og þrifin, að það var yndi að umgangast þau. Nú er ég enn stödd á heimili vinkonu minnar sálugu (konunnar, sem dó að 12. barninu) og líður vel eins og ætíð, þegar ég er við þetta kæra starf mitt, en raunalegt er, hvað heimilin veita oft litla stoð í fræðslustarfmu, og þó er það vorkunn, þegar öll verk safnast á sárfáar hendur og þær orðnar lúnar og slitnar, eins og hendur ömmunnar hérna, sem alltaf hjakkar við eldamenskuna. Víðivöllum fremri, 9. marz 1944 Bréf frá Margréti Sigfúsdóttur Ég var 3 nætur í „skólanum“ á Hallormsstað upp úr nýárinu og hafði gaman af því eins og ævinlega, er ég dvel þar. Þá var nýlega um garð genginn bruninn á Brekkusjúkrahúsi, sem ekki var hægt að minnast nema með eftirsjá og meðlíðan til þeirra, er hlut áttu að máli; kona læknis og dætur fóru suður til Reykjavíkur með fyrstu ferð, þar sem hún á tvær systur búandi, en læknir hefur aðsetur sitt á Eiðum. Þess hefur verið farið á leit við stjórnarvöldin með almennri áskorun hér úr sveit, að byggt verði aftur yfir hann á Brekku, en allt útlit er fyrir, að því verði ekki sinnt, og margfaldast þá erfiðleikar okkar, sem innst búum til fjallanna, á því að ná í læknishjálp, og ekki ólíklegt, að það yrði einhverjum að fjörtjóni sérstaklega vegna þess, að umdæmið er allt of stórt fyrir einn lækni. Heilbrigði hefur verið allgóð hér í vetur, engar farsóttir á sveimi og slys engin. Nú hætti ég að þessu sinni. Blessað vorið birtu slær á allt, blæs þó ennþá stundum nokkuð kalt. Sólin blíða sigrar kuldans þraut, seinna prýðir blómaskrúð- inn laut. Með hjartans kveðju um gleðilegt sumar og þökk fyrir allt gott.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.