Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 37
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 37 Halldóra segist alltaf hafa ætlað sér að stunda kennslu sem lífsstarf. Hún byrjaði því snemma að kenna ýmist í farkennslu eða heimiliskennslu. Frá því að hún var 17—22 ára stundaði hún slíka kennslu, sem þá var með sérstökum hætti að því leyti, að efnaheim- ili fengu kennara fyrir börn sín, en einnig fengu börn af öðrum bæjum að njóta kennslunnar, og vinnufólkið sumt hvað notaði líka tækifærið með leyfi húsbænda og kennara. Halldóra segir frá tveim þessara kennsluvetra, en þá kenndi hún í Höfnum á Skaga. Pá bjó þar Jóninna Jónsdóttir, ekkja Arna Sigurðssonar frænda Halldóru. Hún vildi koma öllum til nokkurs þroska. Og þarna var stórt og mannmargt heimili, margir nem- endur, ungir og gamlir, vinnumenn og vinnukonur, og þarna komu börn og unglingar úr nágrenninu. A heimilinu var lítill gestur, Sigfús Halldórs. sonarsonur Arna bónda. Hann var þá þriggja ára. Um hann segir Halldóra: „Hann er sá nemandi minn, sem er mér minnisstæðastur. Virtist hann eiginlega læra allt af sjálfu sér. Fluglæs var hann tveggja ára, eftir því sem sagt var.“ Hann hafði gaman af að fylgjast með í landafræðitímum. Og eitt sinn, þegar Halldóra kom inn í stofuna, þar sem kennsla fór fram, sat stór og sterklegur vinnumaður og hlýddi á Sigfús. „Sigfús litli benti á lönd og borgir á kortinu. Sigfús er yngsti kennarinn og nemandi hans elsti nemandinn, sem ég hef haft um dagana“ (Ævisagan, 66—67). En margs fleira var af kennaranum krafist en kennslu algengra námsgreina, einnig varð hún að kunna að sauma alls konar fatnað, karlmanna- og kvennafatnað, húfur, skyrtur og treyjur o.s.frv. Hún fann fljótt, að hún var illa búin undir kennslustarfið og því betur sem lengra leið. Hún ræddi þetta við móður sína, sem var fús til hjálpar. Og þar sem kennaramenntun fékkst ekki á Islandi, skrifaði hún Ólafíu Jóhannsdóttur rithöfundi, sem var gamall heimilisvinur þeirra mæðgna og kunnug í Noregi, en þangað þótti Halldóru fýsilegt að leita. Ólafía útvegaði henni ódýra vist í Kristjaníu, en það sem réð úrslitum, var boð Jóninnu húsfreyju í Höfnum að lána Halldóru farareyri, sem á skorti. Hún bauð einnig Björgu móður Halldóru til vistar hjá sér, meðan á náminu stæði. Jóninna var rík kona, einnig að gæðum. Þegar fjármálunum hafði verið ráðið til lykta, var næsta skrefið að halda til Noregs. Halldóra tók sér far með Vestu til Kaup- mannahafnar. Hún lenti með sex íslenskum stúdentum á leið til nams í Kaupmannahöfn, ýmist á leið til framhaldsnáms eða að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.