Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 76

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 76
76 ÚR BRÉFUM Hér fer að lokum eitt bréf Halldóru sjálfrar til Sigurðar Nordals og frú Ólafar. Halldóra var þá 95 ára gömul. Blönduósi, 16/12 1968 Háttvirtu hjón; Góðu vinir! Jeg þakka ykkur kærlega fyrir samveruna í Atthagasalnum og fyrir tilskrifið. Mér þótti vænt um að fá Hetjuljóðið ort rétt frá þinni hendi, Sigurður minn, þá sá jeg að það var rjett hjá þeim blessuðum á stöðinni, en þær eru snillingar í prentvillum — og þrjá daga vóru þær að skrifa skeytin, en allt kom um síðir. Jeg vona að ykkur líði vel, óska að svo sje. Það er allt gott hjerna hjá okkur á loftinu, Guði sje lof, og sjálfsagt yfirleitt núna í skammdeginu með Sumarauka, sem jeg vonaðist alltaf eftir. - Ágætisveður alla daga, yndislegt himinhvolfið, sem svo oft hefur verið kuldalegt þessi ár með hvítum skýjum, sem ævinlega boða kulda! Jeg þakka þjer kærlega, frú Ólöf mín, góðar kveðjur og óskir, þakka góðar viðtökur á ykkar ágæta heimili, samfylgdina upp að Háteigi, já allt. Og samveruna í Átthagasalnum. Það var tekin mynd, jú, jú, sem er komin hjer. En ólukku hatturinn hennar Gerðar skyggði á þig, góða frú Ólöf, svona potthlemmar ættu ekki að vera leyfðir í samkvæmum, bara skotthúfur og litlir hattar, saklausir og meinlausir. - „Freyr“ er kominn með myndir af sýningunni niðri. - Jæja, svo maður haldi sögunni áfram. Afmæl- ið gekk rólega fyrir sig, bara mitt fólk, sem jeg kalla, hjerna á Hæðinni, gott kafíl, læknar til beggja hliða til öryggis. — Með illu og góðu fjekk jeg því til leiðar komið, að ekkert tilstand var að sunnan eða norðan. Hvað átti það að þýða. Það var aldrei haldið upp á afmælið mitt, og var jeg þó einbirni, var ekki siður, eins og þú manst, Sigurður, ekki heldur neitt umstang á jólum, bara að fara ekki í jólaköttinn, en Sumardagur fyrsti var tilhaldsdagur, og hefur svo lengi verið með Islendingum. - Þá var farið á Hofi út á völl í stórfiskaleik, ef þýtt var, allir með, ungir og gamlir. - Var það ekki gert líka á Eyjólfsstöðum? Faðir minn var gleðimaður. Jeg man eftir honum í leikþætti inni í baðstofu. Já, það er margs að minnast frá þessum 9 árum í dalnum fagra. - Móðir mín undi sjer aldrei vel þar. Þeir þóttu víst ekki mikils virtir, Ströndungar, saman borið við Vatnsdælinga, ekki tekið tillit til þeirra, það þoldi móðir mín ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.