Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 45
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR
45
arar heimili þeirra barna, sem þeir kenndu, ef eitthvað bar útaf, en
ekki í eitt einasta skipti til þess að kæra barn eða kvarta yfir því.
Seinna var þessu breytt þannig skv. ósk forstöðukonu, að kosnir
fulltrúar úr hópi foreldra komu við og við í skólann til að kynna sér
kennslu og alla daglega tilhögun. Foreldrafundir voru oft hafðir.
Halldóra hafði sjálf efstu deildina á sinni könnu. Hún fór árlega
með þessa deild í heimsóknir í verkleg fyrirtæki í bænum, svo sem
smíðastofur, brauðgerðarhús, ullarverksmiðju o.s.frv. Einnig fór
hún með efstu deild í skíðaferðir, sjálf alvön slíku frá Noregi.
Halldóra sagði það sína skólareynslu að lengja ekki skólatíma
barna, stytta hann heldur. Líklega væri heppilegt að taka upp sið
enskumælandi þjóða að hafa ekki skóla á laugardögum.
Söngur var kenndur í Barnaskóla Akureyrar og mikið sungið,
og ekki tók langan tíma að nurla saman í orgel fyrir ágóða af
sýningum og söngskemmtunum barnanna. En þá kom það fljót-
lega í Ijós, að skortur var á sönghæfum ljóðum fyrir minnstu
börnin. Þá var að snúa sér til skáldanna og þau voru á staðnum,
Páll J. Árdal og séra Jónas Jónasson á Hrafnagili. Þeir brugðust vel
við. Nóg var af lögum, og Halldóra safnaði í kverið ljóðum,
leikjum, bænum, sálmum o.s.frv. og nefndi kverið Kvæði og leiki.
Hún átti vísan útgefanda í Ósló, J.V. Cappelen, og hjá honum var
bókin prentuð með nótum. Hún var víða notuð í skólum, og komu
þrjár útgáfur afhenni, 1917—1949.
Það væri synd að segja, að Halldóru brysti kjark eða úrræði,
þegar hún þurfti á því að halda. Sannleikurinn hefur verið sá, að
hún hefur gert alla hvumsa í kringum sig með óvæntum hug-
myndum og skjótum lausnum og framkvæmdum!
Það þola ekki allir!
Góð samvinna var alltaf milli kennara og skólanefndar. Hall-
dóra segir í Ævisögunni (112), að sagt hefði verið, að Barnaskólinn
væri aðalumræðuefnið í samkvæmum á Akureyri. Það var líka
mikið skrifað um hann í blöðin, stundum rætnar greinar eins og í
Norðurland 3. nóvember 1917, frostaveturinn. „Móðir skóla-
barns“ skrifaði, að börnin væru nörruð í skólann, en þegar þangað
kæmi, væri tilkynnt, að enginn skóli yrði vegna hríðar og kulda.
Þetta væri í samræmi við ýmsar kúnstir, sem væru viðhafðar í
stjórn skólans og allir, sem eigi börn í skólanum, vita um og þarf að
verða gagngerð breyting á. „Ég enda þessar línur með að krefjast
þess, að skólastýran hlutist til um, að börnin verði ekki oftar