Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 41

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 41
HALLDÓRA BJARNADÓTTIR 41 kennarastöðum á Akureyri og væri að hugsa um að sækja um stöðu þar. Halldóra var þá farin að hugsa til heimferðar. Hún sótti líka um kennarastöðu á Akureyri, en lét þess getið, að sækti Jón Björnsson, vildi hún ekki keppa við hann, þar eð hún hefði fasta stöðu. Sem svar við þessari umsókn fékk Halldóra skeyti frá formanni skólanefndar á Akureyri, Guðlaugi Guðmundssyni sýslumanni: „Þér eruð skipuð skólastjóri Barnaskólans á Akureyri. Símsvar óskast.“ Par með var teningunum kastað. Kennararnir kvöddu Halldóru með samsæti og skólanefnd bauð henni að taka ársfrí og koma aftur, ef hún óskaði þess. Vegna þessa tilboðs varð móðir hennar eftir í Noregi, líklega með hliðsjón af fyrri reynslu í Barnaskóla Reykjavíkur. Ferðin heim með skipi frá Stafangri tók langan tíma, 18 daga, vegna þess að skipið þurfti að koma svo víða við á Austfjörðum. Halldóra hringdi til Guðlaugs sýslumanns frá Seyðisfirði. Hann kom af fjöllum, þegar hún spurði strax um handavinnukensluna. „Við ræðum um hana, þegar þér komið, Halldóra mín“ svaraði sýslumaður. Henni var sérstaklega annt um að koma á handa- vinnukennslu í Barnaskólanum eins og tíðkað var í Noregi, og hún hafði nú kennarapróf í henni. Pessa grein taldi hún bráðnauðsyn- lega og hina þörfustu, sérstaklega fyrir börn, sem áttu erfitt með að fylgjast með í munnlegum námsgreinum, að æfa huga og hönd jafnframt var hollt og þroskandi. Þessi undirstöðuatriði handa- vinnukennslu á íslandi, þ.e. handavinna barna. og heimilisiðnað- ur, urðu aðaláhugamál Halldóru Bjarnadóttur héðan af. Hún hafði hlotið góða menntun og dýrmæta reynslu eftir 11 ár í námi og starfi. A Akureyri 1908-18 í 32. árg. Hlínar rifjar Halldóra upp skólastjórn Barnaskóla Akureyrar á ofangreindu tímabili skv. beiðni vegna áttræðisaf- mælis Barnaskólans. Þegar hún kom til Akureyrar, hafði hún stundað kennslu í samtals 9 ár, ein örfárra barnakennara með prófi. Hún hafði því góða reynslu í starfi. Þetta var fyrsta árið, sem skylda var að senda börn 10-14 ára í skóla, og. hætt við, að ýmsir foreldrar teldu skólann ekki eins mikla nauðsyn og löggjafmn. Eins og í Reykjavík á sínum tíma kom hún á ýmsum nýjungum, sem mæltust misjafnlega fyrir. Handavinna, bæði drengja og stúlkna, var þegar tekin upp í skólanum, sem var óþekkt hér á landi, „nema e.t.v. lítilsháttar í Reykjavík“. Þetta þótti sumum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.