Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 28
28
NOKKUR BRÉF ÍSLENDINGA
Reykjavík, 8. september 1881.
Kæri herra prófessor Fiske!
Þúsund þakkir fyrir þá ágætu og fögru bók (Insects at Home),
sem þér senduð mér í sumar og sem mér þótti mjög vænt um að fá,
og tíu þúsund þakkir fyrir sjónaukann - I was entirely astonished!
I have no words!
Hvenær farið þér heim til Ameríku?
Því þá ætla ég að rita yður lengra bréf en þetta, af því ég veit ekki,
hvar þér eruð nú á ferð.
í þetta sinn kveð ég yður þess vegna með mörgum þökkum fyrir
yðar ágætisverk og óska, að yður líði ætíð vel. Eg vonast til að fá
línu frá yður, þegar þér eruð komnir til Iþöku, eða fyrr.
Yðar
Ben. Gröndal.
Reykjavík, 30. nóvember 1879.
Góði hr. prófessor W. Fiske.
Ég þakka yður kærlega fyrir bréfin og bækurnar, sem þér
senduð, og get ekki borgað yður með neinu nema mínu innilegasta
þakklæti, gleðinni yfir því, að þér ekki hafið gleymt mér og yðar
litlu vinum á íslandi, þó að þér kæmuð inn í hinn stóra heim, þar
sem Island hverfur fyrir eins og dropi í hafið.
Einkum þótti mér gaman að lesa í „The Parlour Magician“, þó
að ég ekki skilji það til fullnustu, og eins þótti mér skemmtilegt að
lesa „The Spy“.
Á mánudagsmorguninn kom ég til bæna í skólanum eftir vanda,
og las þá B.M.Olsen upp fyrir okkur nöfnin á helztu bókum þeim,
sem þér hefðuð sent skólanum. Ekki veit ég, hvernig þeir ætla að
koma þeim fyrir, en líklegast láta þeir þær á salinn.
Þér segið mér að skrifa yður eins og gömlum vin, og ætla ég,
fyrst þér leyfið mér að tala við yður eins og jafningja minn, að segja
yður dálítið frá mér sjálfum. Fyrir nokkru síðan var translucerað,
og varð ég sá 3ðji að ofan í röðinni af 25 piltum, og þótti mér það
gott, því ég er mjög latur að lesa. Ég ætla nú að segja yður frá
dálitlum atburð, sem gjörði dálitla breytingu í eintrjánings-lífinu í
skólanum: Fyrir rúmurn mánuði síðan var brunalið, menn, sem