Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 46
46
NANNA ÓLAFSDÓTTIR
nörruð í skólann. Ef kennararnir þurfa endilega að fá sér hvíldar-
dag upp úr þurru, er þeim eða skólastýru vorkunnarlaust að láta
börnin vita um það kvöldinu áður en „hvíldin“ á að fara fram.“
Pá var Halldóru nóg boðið, þegar einn skólanefndarmaður sat
hjá við atkvæðagreiðslu, en hún taldi sig hafa skólanefndina að
baki sér um að börnin skyldu vera heima í hörðum veðrum. Petta
var að fá rýtinginn í bakið. Hún sagði lausu starfi sínu frá vori 1918
eftir tíu ára skólastjórn. Pessari ákvörðun varð ekki þokað, þó að
séra- Matthías Jochumsson og borgarafundar samþykktu áskorun
á hana að taka aftur uppsögn sína (Ævisagan, 130-131).
Gagnfræðaskólanum var lokað nokkrar vikur þennan vetur
vegna eldiviðarskorts, og einnig var Barnaskólanum lokað í
nokkrar vikur og komið þar upp mötuneyti vegna eldiviðarskorts
hjá almenningi.
Halldóra varð þess fljótt vör, eftir uppsögninga, að bæjarbúar
vildu allt fyrir hana gera og fannst henni notalegt að linna
vinsemd fólksins. Hún var kosin í bæjarstjórn og skólanefnd o.fl.
Konurnar vildu koma henni á þing, en þangað átti hún ekki erindi
að eigin áliti, alltaf á sama máli og síðasti ræðumaður. Pangað ætti
Bríet að fara, hún væri alltaf óánægð, eins og við ætti. „Bölvuð
nægjusemin,“ sagði Bríet.
Halldóra (og móðir hennar) voru næstu íjögur ár á Akureyri og
hún „hafði mörg járn í eldinum, þó þau gæfu ekki mikið í aðra
hönd“. Hún hafði haft námskeið í handavinnu ýmiskonar o.fl.
(þegar frá árinu 1910). Aðsókn var dræm framan af en úr rættist
fyrir atbeina nokkurra fjölskyldna. Þessi námskeið voru starfrækt
til 1922, 3 mánuði á ári og urðu námsmeyjar um 500 alls og telur
Halldóra að þau haft haft varanleg áhrif á hundruðum heimila um
Norðurland. Þetta var upphaftð og grundvöllurinn að öllu því
starfi sem bæði Halldóra og fjölmargar aðrar konur hafa unnið
um land allt. Nokkurs styrks nutu námskeiðin frá bæ og ríki
(Ævisagan, 141-142).
Aftur til Reykjavíkur
Pegar hér var komið, barst Halldóru tilboð norður til Akureyrar
um að kenna handavinnu í Kennaraskóla Islands í Reykjavík. Pví
boði tók hún fegins hendi, þar mundi hún ná til allra kennara
landsins með þá námsgrein sem hún áleit einna þarfasta í barna-
skólum. Haustið 1922 héldu þær mæðgur til Reykjavíkur. Þær
höfðu f'cngið inni í Þingholtsstræti 28 hjá Hólmfríði Gísladóttur og
Ingunni Bergmann. Halldóra var ntjög ánægð með starfið. Sam-