Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 18
18
FINNBOGI GUÐMUNDSSON
„Segir Arinbjörn svá: „Allreiðr var konungr nú, en heldr þótti mér
mýkjast skaplyndi hans nokkut, áðr létti, ok mun nú hamingja skipta,
hvat upp kemr; veit ek, at Gunnhildr mun allan hug á leggja at spilla þínu
máli. Nú vil ek þat ráð gefa, at þú vakir í nótt ok yrkir lofkvæði um Eirík
konung; þætti mér þá vel, ef þat yrði drápa tvítug ok mættir þú kveða á
morgin, er vit komum fyrir konung. Svá gerði Bragi frændi minn, þá er
hann varð fyrir reiði Bjarnar Svíakonungs, at hann orti drápu tvítuga um
hann eina nótt ok þá þar fyrir höfuð sitt; nú mætti vera, at vér bærim
gæfu til við konung, svá at þér kæmi þat í frið við konung.“ Egill segir:
„Freista skal ek þessa ráðs, er þú vill, en ekki heíi ek við því búizt, at yrkja
lof um Eirík konung." Arinbjörn bað hann freista; síðan gekk hann brott
til manna sinna; sátu þeir at drykkju til miðrar nætr. Þá gekk Arinbjörn til
svefnhúss ok sveit hans, ok áðr hann afklæddisk, gekk hann upp í loptit til
Egils ok spurði, hvat þá liði um kvæðit. Egill segir, at ekki var ort, - „hefir
hér setit svala ein við glugginn ok klakat í alla nótt, svá at ek hefi aldregi
beðit ró fyrir.“ Síðan gekk Arinbjörn á brott ok út um dyrr þær, er ganga
mátti upp á húsit, ok settist við glugg þann á loptinu, er fuglinn hafði áðr
við setit; hann sá, hvar hamhleypa nökkur fór annan veg af húsinu.
Arinbjörn sat þar við glugginn alla nóttina, til þess er lýsti; en síðan er
Arinbjörn haíði þar komit, þá orti Egill alla drápuna og hafði fest svá, at
hann mátti kveða um morgininn, þá er hann hitti Arinbjörn; þeir heldu
vörð á, nær tími myndi vera at hitta konung.“
í neðanmálsgrein í útgáfu Sigurðar Nordals (Islenzk fornrit II,
1933) er skýring á orðinu hamhleypa, og er hún á þessa leið:
hamhleypa: Vera, sem brugðizt hefur í annan ham, sem títt var
um galdrakonur.
Það, sem hér segir af svölunni, sem villti um fyrir Agli með klaki
sínu, minnir á þröstinn, sem glapti hinn heilaga Benedikt, þá er
hann var á bænum sínum, en var þó reyndar fjandinn sjálfur
(Patrologia Latina, LXVI. bindi, bls. 132, - í norrænu þýðingunni
(Heilagra manna sögum I, 160) er það fluga).
Snorri skyldi þó aldrei hafa fengið fluguna þaðan?
Orð Arinbjarnar í Egils sögu: veit ek, at Gunnhildr mun allan
hug á leggja at spilla þínu máli — sýna glöggt, að hamhleypan var
engin önnur en Gunnhildur sjálf, er brugðið hafði sér í svölu líki.
Og á sama hátt hefur verið talið, að Loki hafi raunar verið llugan,
er sótti að dvergnum Brokk í smíðasögunni hér að ofan.
Nú verður tekið þar til í frásögn Snorra í Eddu hans, er áður var
frá horfið:
„En er þeir Loki báru fram gripina, þá settust æsirnir á dómstóla, ok
skyldi þat atkvæði standast, sem segði Óðinn, Þórr, Freyr. Þá gaf Loki