Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 88

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 88
88 LANDSBÓKASAFNIÐ 1988 afmælis Gísla Konráðssonar fræðimanns þá um sumarið (18. júní). Ogmundur Helgason, starfsmaður handritadeildar, sá um upp- setningu þeirrar sýningar, er stóð fram eftir sumri. NEFNDARSTÖRF OG Einar G. Pétursson sótti fund Norræna FERÐIR bókavarðasambandsins um bókasafns- byggingar og geymslusöfn, er haldinn var í Uleáborg í Finnlandi 6.-8. júní. Landsbókasafn veitti honum nokkurn styrk til fararinnar á móti styrkveitingu Norræna sam- bandsins. Undirritaður sótti sem varamaður stjórnarfund Nordinfo, er haldinn var í Hyvinkáá, skammt norðan Helsingfors, dagana 26.- 27. maí. Hann sótti og fund evrópskra landsbókavarða í Frankfurt am Main dagana 13. og 14. október. Hann átti og sæti í Samstarfs- nefnd um upplýsingamál, er starfar á vegum Menntamálaráðu- neytisins. Bergljót Garðarsdóttir bókavörður var í júní skipuð í samstarfs- nefnd bókasafna, er stuðla skal „að samstarfi og samhæfmgu til að auðvelda samskráningu með þátttöku sem flestra safna landsins“, eins og segir í bréfi Menntamálaráðuneytisins um þetta mál. STYRKUR Þjóðhátíðarsjóðsstyrk 1987, 80 þús. kr., var á árinu 1988 varið að hálfu til sérstaks umbúnaðar handrita Halldórs Laxness og að hálfu til viðgerðar nokkurra gamalla bóka. TÖLVUVÆÐING Unnið var á árinu að undirbúningi frekari tölvuvæðingar Landsbókasafns og Háskólabókasafns, miðaðri við fyrirhugaða sameiningu safn- anna í Þjóðarbókhlöðu. Leitað var fyrir forgöngu Háskólabóka- safns tilboðs fyrirtækisins Saztek í London á breytingu skráningar- texta um 200 þús. spjalda skránna yfir hinn erlenda bókakost safnanna í tölvutækt form. Stjórn Háskólabókasafns beindi jafn- framt þeim tilmælum til háskólarektors, að hann legði til við byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu, að hún sækti um heimild til að greiða umrædda breytingu skráningartextanna með fé úr bygg- ingarsjóði bókhlöðunnar. Menntamálaráðuneytið skrifaði Fjár- laga- og hagsýslustofnun um málið, og samþykkti stofnunin það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.