Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 88

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Page 88
88 LANDSBÓKASAFNIÐ 1988 afmælis Gísla Konráðssonar fræðimanns þá um sumarið (18. júní). Ogmundur Helgason, starfsmaður handritadeildar, sá um upp- setningu þeirrar sýningar, er stóð fram eftir sumri. NEFNDARSTÖRF OG Einar G. Pétursson sótti fund Norræna FERÐIR bókavarðasambandsins um bókasafns- byggingar og geymslusöfn, er haldinn var í Uleáborg í Finnlandi 6.-8. júní. Landsbókasafn veitti honum nokkurn styrk til fararinnar á móti styrkveitingu Norræna sam- bandsins. Undirritaður sótti sem varamaður stjórnarfund Nordinfo, er haldinn var í Hyvinkáá, skammt norðan Helsingfors, dagana 26.- 27. maí. Hann sótti og fund evrópskra landsbókavarða í Frankfurt am Main dagana 13. og 14. október. Hann átti og sæti í Samstarfs- nefnd um upplýsingamál, er starfar á vegum Menntamálaráðu- neytisins. Bergljót Garðarsdóttir bókavörður var í júní skipuð í samstarfs- nefnd bókasafna, er stuðla skal „að samstarfi og samhæfmgu til að auðvelda samskráningu með þátttöku sem flestra safna landsins“, eins og segir í bréfi Menntamálaráðuneytisins um þetta mál. STYRKUR Þjóðhátíðarsjóðsstyrk 1987, 80 þús. kr., var á árinu 1988 varið að hálfu til sérstaks umbúnaðar handrita Halldórs Laxness og að hálfu til viðgerðar nokkurra gamalla bóka. TÖLVUVÆÐING Unnið var á árinu að undirbúningi frekari tölvuvæðingar Landsbókasafns og Háskólabókasafns, miðaðri við fyrirhugaða sameiningu safn- anna í Þjóðarbókhlöðu. Leitað var fyrir forgöngu Háskólabóka- safns tilboðs fyrirtækisins Saztek í London á breytingu skráningar- texta um 200 þús. spjalda skránna yfir hinn erlenda bókakost safnanna í tölvutækt form. Stjórn Háskólabókasafns beindi jafn- framt þeim tilmælum til háskólarektors, að hann legði til við byggingarnefnd Þjóðarbókhlöðu, að hún sækti um heimild til að greiða umrædda breytingu skráningartextanna með fé úr bygg- ingarsjóði bókhlöðunnar. Menntamálaráðuneytið skrifaði Fjár- laga- og hagsýslustofnun um málið, og samþykkti stofnunin það

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.