Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 62

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 62
62 ÚR BRÉFUM Garði 16, des. 1939 Bréf frá Matthildi Halldórsdóttur Kæra góða fröken Halldóra! Innilega þakka ég þér Hlín, hún er ágæt eins og vant er, og stór- prýðir hana barnakaflinn, það var þér líkt að hugsa líka um þau. Fyrir nokkru veiktist ég af miklum hita og höfuðverk og er ekki orðin jaí'n góð ennþá, má ekkert verða þreytt, hef því mjög lítið litað við vana. Af því að heilsan er ekki betri en þetta, þá fannst okkur ekki rétt af okkur að taka við styrk, sem við værum ekki fær um að sýna í verkinu, að við ættum skilið, þess vegna erum við búin að taka aftur umsóknina um styrkinn. Ef heilsan batnar, bvggi ég mér einhvern kofa stutt frá bænum, því að fólkið aftekur litarlvktina í bænum, orðið svo þreytt á henni, og svo segir Bergljót, að litargufan (eða damparnir) sé skaðleg (óholl), hún hafi lesið um það. Ekki er nú stúlka ennþá komin, sem ég bauð að kenna að lita í haust, hvort sem hún kemur nú seinna í vetur. Hér innan í bréfið læt ég peningana fyrir Hlín og bið þig að fyrirgefa, hvað dregist liefur að senda þá og þakka Hlín. Svo kveð ég þig sem best og þakka innilega allt gott, sem þú ert búin að gera fyrir mig, og óska þér gleðilegra jóla og nýárs. Það mælir þín einlæg vinkona, Matthildur Halldórsdóttir Garði, 3. júlí (1940?) Bréffrá Matthildi Halldórsdóttur Þakka þér innilega þitt góða bréf og ummælin viðvíkjandi styrknum. Það er alltaf svo hressandi og gott að fá línur frá þér eða hitta þig. Nú er verið að byggja litarhúsið og vona ég að fr. Margrét kennslukona komi nú í sumar að líta á litun hjá mér. Nú er Sigfús hreppstjóri rnágur minn búinn að semja upp fyrir mig litarfyrirsagnirnar, og á þeim er gott og glöggt mál, svo að ég vona, að takast megi að lita eftir þeim fyrir þann, sem hefur löngun og þrautseigju. En nauðsynlegt finnst mér að hafa litarsýn- ishorn fyrir þann, sem ætlar að lita. En með þessu bréfi sendi ég þær ekki, af því ég veit ekki, hvar á að skrifa þig, og gætu þá máski þvælst eitthvað, þó að þær kæmist einhverntímann til skila, af því
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.